GÆSLUMENNIRNIR

Ættbálkurinn
Ættbálkurinn

Ættbálkurinn

Published Mars 2017
Vörunúmer 3. tbl. 2017
Höfundur Jenna Kernan
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Ef Cassidy Walker hefði vitað hvað gerast myndi þennan mánudagsmorgun hefði hún varla farið í nýju fötin sín. Sem vettvangsfulltrúi FBI hafði Cassidy verið óheppin með verkefnaval. Eða kannski var yfirmaður hennar bara svona fyndinn. Hann vissi að það var lítil væntumþykja á milli hennar og Clyne Cosen úr ættbálkaráðinu. Samt var hún komin hingað til að gæta hans. Fannst yfirmanninum fyndið að láta hana vernda Cosen eða var hann að hefna sín á henni eftir handtökuna í janúar? Var það hennar sök að hann var á skíðum í Vail þegar þau Luke höfðu fundið bæði efnin sem notuð voru til framleiðslu á metamfetamíni og seinni verksmiðjuna? Hann hafði látið vita af því að fulltrúar hans höfðu gómað skúrkana en sjálfur hafði hann ekki verið með í aðgerðinni. Önnur stjarna í einkunnabókina hennar Cassidy. Hún leit á yfirmann sinn, Donald Tully. Hann var með sólgleraugu svo hún sá augu hans ekki. En glottið sagði sitt. Maðurinn var að hefna sín. Cassidy lagaði sín sólgleraugu, sem hlífðu augunum fyrir miskunnarlausu skini sólarinnar yfir Arizona. Hún var fyrir aftan ræðumanninn og leitaði að ógn á sínu svæði. Verkefni hennar var að vernda ræðumanninn. Þetta var ekki venjulegt verkefni fyrir hana en í dag var sviðið fullt af háttsettum mönnum og því voru allir fengnir til starfa. Hættulegast var þegar menn sýndu sig svona utandyra en leiðtogar Apasanna höfðu krafist þess að hafa atburðinn í garðinum í miðborg Tucson.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is