GÆSLUMENNIRNIR

Veiðimáni
Veiðimáni

Veiðimáni

Published Janúar 2017
Vörunúmer 1. tbl. 2017
Höfundur Jenna Kernan
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Verndarsvæði Apacheindíána, Svörtufjöllum. Izzie Nosie lá fram á makka merarinnar og vonaðist til að verða þannig minna skotmark fyrir þann sem skaut á hana. Þetta var hennar land. Hvað gekk eiginlega á? Hún sveiflaði fótleggjunum og gaf Biscuit merki um að hraða á sér. Hver var þarna uppi og skaut á hana? Hún hallaði sér til hægri, tók laust í tauminn á sterklegum hálsi merarinnar. Biscuit skildi merkið og hljóp milli tveggja furutrjáa og yfir fallinn trjábol til að erfiðara yrði að elta þær. Izzie vissi að þeir sem eltu hana voru ekki á hestbaki svo hún gerði sitt besta til að velja erfiðustu leiðina fyrir fótgangandi. Samt gat hún ekki hlaupið undan byssukúlum. Næsta skot lenti í tré hægra megin og hún fékk flísar af berki og viði í vangann og augað rétt slapp við sendinguna. Hún leiddi sviðann hjá sér, einbeitti sér að flóttanum. Aðeins lengra, þá yrði hún komin úr skotfæri. Hún þekkti landslagið jafnvel og gripahúsin hjá sér. Nokkrir metrar í viðbót, þá gæti hún farið  niður bratta brekku og þá væri hún örugg. Það tæki þá nokkrar mínútur að komast á brekkubrúnina og miða og þá ætlaði hún að vera löngu horfin. Hún kom út á milli trjánna og beint í flasið á öðrum manni með byssu sem sat á stórum ljósbrúnum hesti. Hún togaði í taumana og Biscuit prjónaði þegar hún reyndi að stöðva strax. Reiðmaðurinn var hávaxinn og grannur af indíánaættum og miðaði

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is