Flýtilyklar
Brauðmolar
Goðsagnir Texas- McCABES
-
Jólabréfin
Hún gat það. Og samt gat hún það ekki. Aftur stundi hún, en leit svo upp og horfði á hann. Jack var ákaflega hávaxinn maður, herðabreiður, stæltur og íþróttamannslegur. Hann hafði þann eftirsóknarverða eiginleika að vera í senn sjálfsöruggur og sérlega fær bæklunarlæknir og samúðarfullur, einlægur græðari. Hann hafði heldur aldrei nokkurn tíma niðurlægt sjálfan sig á sama hátt og hún hafði gert núna. Hún stóð upp. –Hvað viltu að ég segi? spurði hún og fórnaði höndum. –Víðfrægir tæknihæfileikar mínir aukast með hverjum degi. Það virtist koma fát á hann augnablik, en svo fylgdist hann með henni ganga um gólf. –Ætlarðu ekki að segja mér hvað gerðist? Hún dæsti. Hún gat svo sem alveg játað syndir sínar fyrir einhverjum. –Þú veist að útskriftarnemendurnir í hjúkrunarháskólanum mínum halda í þá hefð að senda árleg jólabréf hver til annars, ekki satt? Hann brosti samúðarfullur. –Mig minnir að þú hafir aldrei haft neitt sérlega gaman af þeirri hefð. Aðallega vegna þess að flestir virtust eiga það sem hugur hennar girntist og það var að verða sífellt erfiðara að sætta sig við það hve langt hún var frá því að ná settum markmiðum í lífinu, öðrum en þeim sem tengdust vinnunni. Enda var hún orðin þrjátíu og tveggja ára gömul. Hún yppti öxlum. –Geturðu álasað mér fyrir það? Ég hef aldrei neitt markvert að segja um einkahagi mína. Að minnsta kosti ekki í jafn miklum mæli og allar hinar
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Forsjá
–Hvað ert þú að gera hér?
Lulu McCabe stóð upp og gapti á stóra, sterka kúrekann með ljósa hárið og heillandi augun. Enda þótt hann stæði hinum megin við borðið og um fjóra metra í burtu greip hún andann á lofti þegar hún sá hann. Sam Kirkland rölti inn í fundarherbergið á lögmannsstofunni þeirra í Laramie í Texas, fullur sjálfstrausts að venju. Hann brosti til hennar svo að henni hitnaði allri.
–Ég gæti spurt þig þess sama, elskan. Lulu yggldi sig þegar hann gekk í kringum borðið og tók sér stöðu við hliðina á henni. Sam var hinn farsæli búmaður holdi klæddur þar sem hann stóð þarna í gallabuxum, ljósbrúnni skyrtu og stígvélum. Hann hélt kúrekahattinum við miðjan brjóstkassann, sem var breiður og stæltur. Sam hafði komist áfram af eigin rammleik. Allt fas hans var í takt við mikla og karlmannlega persónutöfrana. Lulu lét sem hún fyndi ekki til minnstu löngunar í manninn og horfði fast á hann.
–Veist þú þá ekki heldur um hvað þetta snýst? spurði hún.
–Nei, svaraði hann og virti hana kæruleysislega fyrir sér frá hvirfli til ilja. –Ég hélt að þú stæðir fyrir því, bætti hann við og kipraði augun. Stundum lét hann eins og öll vandræði sem þau lentu í væru henni að kenna. Það fauk í hana, en reiðin mátti sín þó lítils gagnvart girndinni
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Stórbóndinn
–Eins og ég sagði ætla ég ekki að gera þetta.
Sara Anderson starði á fyrrverandi hermanninn sem stóð hinum megin við hrörlega girðinguna í haganum.
Matt McCabe hafði komið heim úr herleiðangri til Miðausturlanda fyrir einu og hálfu ári og síðan sokkið æ dýpra í
sjálfskipaða einveru sína þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ættingja og vina til þess að draga hann út á meðal manna.
Svona þunglyndiseinangrun var ekki af hinu góða, ekki einu sinni fyrir nýbakaðan stórbónda í Laramiesýslu.
Vissi hún það ekki manna best?
Hún ætlaði að minnsta kosti ekki að sitja aðgerðarlaus og horfa upp á sams konar harmleik eiga sér stað að nýju. Allra
síst þegar í hlut átti maður sem hún hafði verið nátengd á yngri árum. Hún skyldi að minnsta kosti gera allt sem í hennar valdi stæði til að koma í veg fyrir það. Og hún var sannfærð um að það tækist.
Sara skalf ögn í svölu marsloftinu. Hún gekk í kringum gömlu girðingarstaurana og ryðgaðan gaddavírinn sem lágu
í bing í haganum. Þar voru engar skepnur á beit. Hún kreisti fram bros framan í hávaxna, myndarlega og stælta manninn.
Matt var skarpleitur og festulegur og ákaflega heillandi. Meira að segja þegar hann hugsaði lítið um útlitið á sér, eins og núna.
Fötin voru gömul og snjáð, en hrein. Stígvélin máttu muna sinn fífil fegri.
Dökka hárið sem gægðist undan barðinu á svarta kúrekahattinum var í síðara lagi. Það myndaði lokka á enninu, eyrunum og í hnakkanum. Enda þótt hann hefði bersýnilega farið í baðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjórburarnir
–Jæja, sagði hann bráðmyndarlegi Chase McCabe með sinni lágu, kynþokkafullu rödd. –Hlutverkunum hefur loksins verið snúið við.
Mitzy Martin starði á hinn óhagganlega forstjóra þar sem hann stóð við dyrnar hjá henni og minnti meira á óðalsbónda en kaupsýslumann í aðskornu gallabuxunum sínum, stígvélunum og ljósbrúnu bómullarskyrtunni. Hún lét sem hún yrði ekki vör við aukinn hjartslátt og stundi bara þungan til að sýna honum hversu lítið hún fagnaði komu hans.
–Hvað áttu við, kúreki? spurði hún óþolinmóð.
Það brá fyrir hrekkjaglampa í blágráu augunum þegar Chase bar höndina að hattbarðinu og virti hana fyrir sér frá hvirfli til ilja svo að hjartað í henni sló enn örar en áður.
–Hve lengi hefurðu verið félagsráðgjafi hjá barna- og fjölskyldudeild Laramiesýslu? Tíu ár? spurði hann.
Andrúmsloftið milli þeirra var rafmagnað. –Ellefu, svaraði Mitzy og gerði sitt besta til að taka ekki eftir því hvað maðurinn var karlmannlegur og einbeittur að sjá þótt hann væri vingjarnlegur í fasi.
Hún hafði bundið snöggan enda á trúlofun þeirra stuttu eftir að hún tók við því starfi.
–Og allan þann tíma giska ég á að afar fáir hafi glaðst þegar þeir fengu þig í heimsókn. Nú, þegar þú sérð mig standa á dyrapallinum hjá þér, virðist þú finna fyrir því sama og þeir, sagði hann og glotti ótuktarlegaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.