Flýtilyklar
Brauðmolar
Gömul óleyst sakamál
-
Þagnarmúrinn
Samantha Vinvent gretti sig þegar hurðin á kaffihúsinu skall að stöfum fyrir aftan hana. Hún horfði út yfir dimma, mannlausa götuna í leit að bílnum sínum. Hún hafði ekki gert sér grein fyrir því hve langt í burtu hún hafði lagt honum. Hitastigið hafði fallið umtalsvert frá því að hún kom á kaffihúsið. Kvöldloftið var býsna napurt. Hún gekk út á stéttina og vafði treflinum þéttar að sér til að verjast vindinum. Samantha hafði varið deginum í að skrifa á vinsælu bloggsíðuna sína, Einhver veit eitthvað, sem fjallaði um gömul, óleyst glæpamál. Tíminn hafði hlaupið frá henni. Nú voru verslanir lokaðar og flestir íbúar smábæjarins Gattenburg í Illinois farnir í háttinn. Ísköld golan feykti dökkleita hárinu hennar til og smaug inn fyrir opna ullarkápuna svo að hrollur fór um Samönthu. En það var ekki bara kuldinn sem henni þótti óþægilegur. Hún var enn í uppnámi vegna tölvuskeytis sem hún hafði fengið frá gamalli skólasystur sinni, Övu Jennings. Þær höfðu verið vinkonur í miðskóla og Samantha orðið heimagangur hjá fjölskyldu hennar á unglingsárunum. Ava bað Samönthu um að rannsaka dularfullt andlát bróður síns, Jacobs, en lögreglan hafði lýst því yfir
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Minningar um morð
Jack Cowan rannsakaði mál morðingja, nauðgara og annarra úrþvætta á hverjum degi. Hann handjárnaði hvern einasta þeirra með ómældri ánægju. Hins vegar þótti honum grábölvað að geta ekki handtekið morðingjann sem hann langaði allra mest til að klófesta. Þennan dag gekk Jack út úr búningsklefunum í líkamsræktarstöðinni og sá hvar Ric Ortiz var að hlaupa á bretti. Brettið við hliðina á honum var laust. Gott. Ortiz var eina tenging Jacks við myrtu konuna og eina vitnið. Þar með var Ortiz líka eina von hans. Mennirnir tveir hittust svo sem nokkuð oft og Jack þurfti ekki að skipuleggja fundi þeirra. Í bæ eins og Leclaire var það algengt. Þó að bærinn væri meðal þeirra tuttugu fjölmennustu í Washingtonríki og þarfnaðist sárlega meiri löggæslu var hann líka svo lítill að kunningjar hittust oft af tilviljun úti í búð eða annars staðar. Til dæmis í ræktinni. Þeir Ric höfðu verið bekkjarbræður og saman í liði í knattspyrnu og hafnabolta. En svo hafði líf þeirra beggja verið lagt í rúst, hvort með sínum hætti
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættuleg slóð
Það var erfitt að trúa því að svona mikil fegurð hefði að geyma ólýsanlega illsku. Rhea Reilly stóð í fjörunni við fjallavatnið þar sem tvíburasystir hennar, Selena, hafði horfið fyrir hálfu ári. Listrænt auga Rheu nam allt sem gat að líta. Yfirborð vatnsins sindraði eins og demantar undir fagurbláum himni. Við hinn enda vatnsins streymdi úr yfirfalli stíflugarðsins og í fjarlægð runnu skörðóttir fjallgarðarnir saman við himininn. Enn var snjór á hæstu tindum. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hana mest langað að mála af þessu öllu mynd, en ekki núna þegar um gat verið að ræða vota gröf systur hennar. Rhea vafði handleggjunum um sig, lokaði augunum og hlustaði á ölduna leika við steinana í fjörunni. Hún ímyndaði sér Selenu standa hérna kvöldið örlagaríka að skrifa skilaboð til Rheu
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Áleitin fortíð
Tunglið óð í skýjum og draugalegir skuggar fóru á stjá, en Vanessa Whitman stóð óhrædd fyrir utan kirkjugarðinn. Hún var sátt við liðna tíð, þar á meðal föður sinn sem hafði verið jarðsunginn fyrir tæpri viku. Ekki veitti henni af aðstoð við að henda reiður á arfleifð sinni, hvort sem það væri frá framliðnum eða lögfræðingum. Hún smeygði sér í gegnum þröngt gat á gerðinu umhverfis garðinn sem var staðsettur skammt vestur af Denverborg í Coloradoríki. Stóru kirkjugarðshliðinu hafði verið læst fyrir klukkustund. Samkvæt reglum garðsins áttu gestir sem komu eftir myrkur að láta vita af sér en þá reglu var Vanessa neydd til að brjóta. Grafkyrr virti hún fyrir sér óreglulegar raðir legsteina og krossa. Hún var alein í garðinum. Vindurinn þaut í laufi trjánna. Tunglið braust fram og sendi geisla sem vísaði Vanessu veginn. Hún hélt á niðursuðukrukku sem innihélt hluta af ösku föður hennar sem hún hafði tekið úr duftkerinu hans.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.