Flýtilyklar
Brauðmolar
Helen Lacey
-
Á valdi örlaganna
Grace Preston starði á beru fæturna sem gægðust undan síða kjólnum hennar. Strandbrúðkaup systur hennar hafði verið rómantískt og
afslappað... einmitt það sem brúðhjónin vildu. En þess vegna var
Grace skólaus og fannst hún meira en lítið berskjölduð.
Grace hafði ekki fyrir því að lyfta upp kjólnum þegar hún gekk
að flæðarmálinu. Fjandinn hafi það... hún myndi aldrei aftur nota
blágræna kjólinn aftur. Vatnið var kalt og hún hunsaði blauta sandinn sem loddi við hælana. Tunglið hékk neðarlega á himninum og
kastaði ljósrönd yfir hafflötinn. Öldugjálfrið var dáleiðandi og hún
slakaði aðeins á, fékk sér stóran sopa úr kampavínsglasinu í hægri
hendinni. Þegar glasið tæmdist, fyllti hún á það úr flöskunni sem
hún hélt í þeirri vinstri.
Það var ekki eins og hún ætlaði sér að verða full. Það var ekki
hennar stíll. Hún þurfti bara að vera ein. Fjarri gestunum og veislunni, sem þrengdu að henni.
Fimm dagar voru síðan hún kom heim og henni fannst strax
kominn tími til að fara aftur.
En ég geri það ekki.
Hún hafði mánuð. Fjórar vikur til að hlaða batteríin og taka sig
taki. Húntaldi sig ekki þurfa á því að halda. Yfirmaður hennar
var á annarri skoðun. Líka þerapistinn hennar. Hún hafði fengið
fyrirmæli... fara heim og njóta dálítils tíma með fjölskyldunni. Fara
heima og gleyma bílslysinu sem kollegi hennar hafðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ný fjöldskylda
Þetta var í þriðja skipti sem hún sá hann á tveimur dögum. Og þar
sem ímyndunarafl hennar var líflegt hafði Fiona Walsh skapað alls
konar mögulegar útskýringar á því af hverju myndarlegasti maður
sem hún hafði nokkurn tímann séð virtist elta hana á röndum.
Hver var hann? Aðdáandi? Fulltrúi frá lottóinu? Eltihrellir?
Daginn áður hafði hún séð hann um morguninn, beint á móti
húsinu hennar, að halla sér að bíl og tala í farsíma. Hún hafði farið
út til að sækja blaðið og verið þar í nokkrar mínútur, þóst vera
að skoða hálfvisnaða kryddjurtabeðið. Svo hafði hann birst aftur
seinna um daginn, á meðan hún hljóp með hundinn á ströndinni.
Sami bíll. Sömu vel sniðnu fötin. Sama dökka hárið og sterku and
litsdrættirnir.
Nú var hann í reiðskólanum þar sem hún geymdi hestinn sinn.
Fiona stöðvaði Titan, hreinræktaða geldinginn sinn, á sandvell
inum og lyfti hjálminum ofar á höfuðið. Maðurinn var við bílinn
sinn, hallaði sér að hurðinni og fylgdist með henni. Það var ekkert
ógnandi í fasi hans. Hann virtist vera forvitinn, frekar en eitthvað
annað. Fiona fann fyrir yl þegar hún hafði útilokað þá hugmynd að
hann ætlaði sér að ráðast á hana og troða í skottið á bílnum sínum.
Myndarlegur maður, fallegur bíll, föt sem tjáðu sjálfstraust... hún
gat ekki annað en verið forvitin.
Aftur var hann að tala í farsímann, horfa á hana og tala. Fiona
hvatti Titan áfram. Stóri hesturinn hlýddi strax og hún hélt að
hliðinu. Ekki fleiri ágiskanir. Hún ætlaði sér að komast að því hver
maðurinn væri og hvað hann vildi. Núna.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Áhættunnar virði
Evie Dunn dró fæturna undan óþægilegu flugvallarsætinu og andvarpaði mæðulega. Tveggja tíma bið í flugstöðinni hafði reynt á þolinmæðina. Svo líkaði henni ekki við flugvelli. Of margir voru að fara, of margir daprir, of margir að kveðja. Hún leit á pappaspjaldið sem hún hélt á og fylgdi stöfunum með vísifingri. Litli bróðir verðandi mágkonu hennar kæmi með tólfvélinni frá Los Angeles, í gegnum Sydney, og hún hafði samþykkt að sækja hann.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Efni í eiginkonu
Callie Jones þekkti vandræði þegar hún rakst á þau. Og þrettán ára stelpan sem stóð ákveðin fyrir framan hana leit út fyrir að vera meiri vandræði en hún kærði sig um á laugardagsmorgni. Fyrir það fyrsta vildi Callie sofa út um helgar og táningsstúlkan með ögrandi andlitssvipinn hafði barið að dyrum hjá henni klukkan sex að morgni. Svo var stelpan ekkert lík því sem hún hafði ímyndað sér.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.