HEARTLAND HEROES

Glæpahringurinn
Glæpahringurinn

Glæpahringurinn

Published Febrúar 2023
Vörunúmer 437
Höfundur Julie Anne Lindsey
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Alison Hill stakk Bonnie, dóttur sinni, undir burðarskýluna og gekk hröðum skrefum í kaldri morgungolunni. Aprílmánuður í Kentucky var fallegur en kaldur og Allison þurfti að sinna svolitlu áður en hún fór inn. Mason nágranni hennar, eldri maður, var vanur að koma út á veröndina þegar hann heyrði bílinn hennar koma eftir malarveginum en hélt sig inni í dag. Hann hafði ekki komið til dyra þegar hún bankaði og síminn hans var á tali. Mason var einn af fáum sem Allison þekkti sem var ennþá með heimasíma og þar að auki veggtengdan. Hann neitaði að stilla símann þannig að hann væri látinn vita ef einhver væri að reyna að hringja meðan hann var að tala í símann því hann sagðist ekki geta talað við nema einn í einu. Franny dóttir hans, sem bjó í Minneapolis og hafði sífelldar áhyggjur af pabba sínum eftir að hann fékk hjartaáfallið, var yfirleitt sú eina sem hringdi í hann. Allison flýtti sér meðfram húsinu og inn í skuggsælan garðinn bak við húsið til að gefa hænsnunum og taka eggin úr hænsnakofanum. Hún hafði lofað Franny að sjá um þetta meðan Mason var að jafna sig. Annar fjölskylduvinur sá um að slá garðinn og sinna honum. Hún heyrði niðinn í ánni í bland við goluþytinn þegar hún nálgaðist hænsnakofann. Jörðin var mjúk og blaut eftir rigninguna kvöldið áður og Allison lagði handlegginn um Bonnie þegar hún fann að golan var að aukast og dró húfuna betur yfir ljósar krullurnar. Hún átti ekki nema örfáa daga eftir af þriggja mánaða fæðingarorlofinu og var strax farin að sakna þess að eyða tíma með henni. Sem betur fór vann hún á dagheimili sem þýddi að það yrði ekki langt á milli þeirra

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is