Nick Cavanaugh reis upp af einum bekknum við jaðar bæjartorgsins í Freedom, leit til beggja átta og gekk svo yfir aðalgötuna. Hann gætti þess að hafa hreyfingarnar afslappaðar.Eftirvæntingin þandi taugarnar og hugurinn var ákveðinn. Hann hafði lært það á vígvellinum í Írak að vera einu skrefi á undan óvinunum eða tveimur skrefum á eftir til að ná góðu skoti.Hjarta hans sló örar.s
Adelaide Charboneau hrökk upp af værum svefni þegar eldingar leiftur skaust yfir himinhvolfið. Hún velti sér á hliðina, starði upp í loftið og bað þess í hljóði að þetta væri ekki upphafið af enn einni svefnlausri nótt sem enda myndi með teikningavinnu niðri í vinnustofu. Þrumugnýr skók húsið. Adelaide starði á rimlagardínuna sem slóst við gluggahlerana. Óveður var í aðsigi. Hún fann það á loftinu sem barst inn um tveggja tommu sprungu undir gluggakistunni.