Janice Kay Johnson

Í ólgusjó
Í ólgusjó

Í ólgusjó

Published September 2022
Vörunúmer 351
Höfundur Janice Kay Johnson
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Claire Holland opnaði tjaldið sitt varlega til þess að kíkja út. Það leit ekki út fyrir að það myndi rigna en eftir tvo daga í þoku þá var hún til í þurra og hlýja daga. Hún og félagi hennar, Mike Maguire, ákváðu að fara með fram vesturströndinni hjá Bresku Kólumbíu í Kanada. Þessi ferð hafði verið þægileg áskorun fyrir kajak ræðara eins og þau. Eftir að hafa barist við mótvind og öldur deginum áður þá var hún fegin að þau hafi fundið góðan áningarstað. Hún virti útsýnið fyrir sér og sólin skein í augu hennar. Útsýnið var yndislegt eins og það hafði verið meirihlutann af ferðinni. Tré voru í kringum tjaldið þeirra og svo sá hún litla hólma úr grjóti og þeir mynduðu litlar sprænur sem hægt var að sigla eftir. Loftið var salt en hún fann lyktina af trjánum í kring. Mike skreið út úr tjaldinu og gretti sig þegar hann teygði sig. –Vá. Við ættum kannski að stoppa hérna í tvær vikur. Við þurfum ekkert að segja fólki að við höfum ekki náð að komast til Goose Island. Hún hló. –Eigum við ekki að minnsta kosti að drolla aðeins? Það var það sem þau gerðu. Þau biðu eftir að það flæddi að svo þau þyrftu ekki að dröslast

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is