Janice Kay Johnson

Myrkraverk
Myrkraverk

Myrkraverk

Published Október 2022
Vörunúmer 352
Höfundur Janice Kay Johnson
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hvort sem Melinda McIntosh sá Boyd Chaney á förnum vegi eða í fréttum þá eyðilagði það alltaf daginn hennar. Því miður sá hún hann sífellt oftar eftir að hann var kosinn lögreglustjóri. Fullkomið dæmi var um morguninn. Hún sat við morgunverðarborðið og opnaði blaðið og það fyrsta sem hún sá var stór mynd af honum á forsíðunni. Auðvitað var hann ekki settur á blaðsíðu fjögur. Eftir að hann vann kosningarnar þá ákvað hann að hann væri talsmaður lögregluembættisins. Fréttamennirnir átu upp hvert einasta orð sem hann sagði. Hann var yfirleitt í fréttum vegna þess að hann var að tjá sig um atburði í Oregon sýslu. Kannski voru þau svona hrifin af honum vegna þess að hann var svo fjandi ógnandi. Eða hversu herðabreiður, hávaxinn og grannur hann var, eins og hverjum fyrrverandi herlögreglumanni sæmdi. Jafnvel þung augnlokin og glott voru kynæsandi án þess að draga úr valdinu sem hann hafði. Hann var kosinn þó svo að hann hefði bara búið þarna í fimm ár og var ekki með neinn bakgrunn í löggæslu. En hann átti líka stærsta hesta- og kúabúgarðinn á þessu svæði og hafði þjónað landi sínu. Hann bar dökkgræna lögregluhattinn eins og hann væri fæddur í það hlutverk. Melinda áttaði sig á því að hún greip svo fast um stýrið að hana var farið að verkja í hendurnar. Hún var að keyra aftur til Sadler eftir að hafa

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is