Janice Kay Johnson

Nauðlending
Nauðlending

Nauðlending

Published Júní 2022
Vörunúmer 348
Höfundur Janice Kay Johnson
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Í þessu? Maddy Cane snarstansaði eins og hestur sem skyndilega rekur augun í eitursnák beint fyrir framan sig. Henni leist alls ekki á blikuna. –Ætlar þú að segja mér að meiningin sé að fljúga í þessu þvert yfir ríkið. Vissulega hafði hún veitt því athygli að flugvöllurinn var lítill en samt átti hún ekki von á einhverri smá rellu. Hún hafði búið í smábænum Republic í austurhluta Washington ríkis í heilt ár og hún vissi svo sem vel að hún myndi ekki fljúga með Boeing 767. Hér var einungis þessi eini litli flugvöllur með aðeins einni flugbraut og fáeinum litlum flugskýlum. Sjálf hafði hún aldrei flogið með minni flugvél en Boeing 737 sem hún taldi að væri minnsta Boeing tegundin. En þessi smá Cessna var ekkert annað en örlítið fis, reyndar með farþegarými. Maðurinn við hlið hennar skellti upp úr. Þetta var Scott Rankin dómarafulltrúi. Hann hafði verið henni til halds og trausts í gegnum alla þessa þrekraun. Nógu slæmt var að verða vitni að morði og liggja í hnipri aðeins fáein fet frá morðstaðnum en afleiðingar þess að hún hringdi í neyðarlínuna og greindi skilmerkilega frá öllu sem hún hafði séð komu henni í opna skjöldu. Nú voru liðnir

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is