Jenna Kernan

Armur laganna
Armur laganna

Armur laganna

Published Febrúar 2017
Vörunúmer 2. tbl. 2017
Höfundur Jenna Kernan
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Gabe kveikti blikkljósin. –Stöðvaði bílinn, sagði pabbi hennar. Hún gerði það og dekkin runnu aðeins til á ísnum á vegaröxlinni. Hvíti jeppinn hans Gabes stöðvaðist fyrir aftan hana. Gabe Cosen, lögreglustjóri Apasalögreglunnar í Black Mountain, myndi sjá föður hennar strax og hann kæmi að bíldyrunum, sem yrði eftir svona fimmtán sekúndur. –Segðu mér þegar hann er við afturdekkið. Hjarta Selenu fór aftur á fullt. Hún leit í hliðarspegilinn. Gabe steig út úr bílnum sínum, togaði aðeins í sauðsskinns jakkann sinn og setti upp gráa kúrekahattinn. Nú sló hjarta hennar hratt af öðrum ástæðum. Jafnvel úr fjarlægð gat maðurinn fengið hjarta hennar til að slá ört og líkamshitann til að hækka. Sem lögreglustjóri var hann ekki í einkennisbúningi nema við hátíðleg tilefni. En hann notaði alltaf hattinn, eins og hann væri kúreki en ekki indíáni. Hann togaði aðeins í hattbarðið og gekk að bílstjóradyrunum hjá Selenu. Á öðrum dögum hefði hún kannski kunnað að meta þetta því Gabe leit afar vel út, hvort sem hann var að koma eða fara. Núna óskaði hún þess að hann væri að fara. –Hvað eigum við að gera? spurði hún. Faðir hennar leit vonsvikinn á hana. –Hvað heldurðu? Felast. Ég verð fyrir utan, á brettinu. Af hverju hafði hún haldið að hann ætlaði að meiða Gabe? Gekk faðir hennar yfir höfuð með byssu? Hún vonaði ekki... hann væri í nógu miklum vandræðum ef Gabe næði honum og það yrði hún reyndar einnig. Athygli hennar beindist að hliðarspeglinum. –Hann er að koma að afturdekkinu.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is