Jenna Kernan

Næturskuggar
Næturskuggar

Næturskuggar

Published Desember 2016
Vörunúmer 12. tbl. 2016
Höfundur Jenna Kernan
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Kino Cosen velti fyrir sér hvort þessi slóð gæti loks leitt hann að morðingja föður hans. Í tíu ár hafði hann beðið en aldrei komist svona nálægt. Smyglarar dóu, voru drepnir af Viper. Með smá heppni gæti hann verið á réttum stað á réttum tíma. Hann beygði út á vegaröxlina á landsvæði Tohono O‘odham-ættbálksins, rúmum þremur kíló metrum frá landamærum Mexíkó. Hitinn tempraði loftið yfir malbikinu því júnísólin skein miskunnarlaust á heiðum himni yfir Sonora-eyðimörkinni. Clay bróðir hans opnaði jeppadyrnar og hitinn skall á Clay, eyddi öllum áhrifum loftkælingarinnar á augabragði. Hann var farinn að svitna þegar hann tók riffilinn sinn úr festingunni á bak við sætið. Clay tók sinn riffil einnig. Kino steig út úr jeppanum til að sannsaka fótsporið sem sást þar sem einhver hafði stigið af malbikinu, áður en hann steig upp á það aftur. Þetta var eina merkið um ferð smyglarans. En framundan sá hann fleiri spor. Bróðir hans skellti bílhurðinni og bölvaði. –Og þetta er ekki einu sinni heiti hluti ársins. –Þeir fóru hérna, sagði Kino og benti á bil á milli tveggja þyrnirunna. Bróðir hans benti á brotna grein.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is