Flýtilyklar
Jenna Ryan
Seiður Hrafnanna
Lýsing
Hann var að fela sig og hímdi úti í horni þar sem fólkið, sem hann var að fela sig fyrir sá hann ekki og hann sá það varla vegna reykjarins.
Maðurinn kreppti hnefann í sífellu. Konan gekk í kringum lítinn eld og muldraði eitthvað.
Tvær þrumur kváðu við og um leið hvarf maðurinn. Aðeins konan varð eftir í reyknum.
Það gat ekki boðað gott. McVey svipaðist örvæntingarfullur um eftir útgönguleið frá þessum torkennilega stað áður en konan sæi hann og léti hann innbyrða svarta, leðjukennda efnið sem hún hafði gefið manninum.
Augu konunnar voru lokuð, hárið og fötin í óreiðu. Hún tautaði og riðaði og andaði að sér kæfandi reyknum. Svo stirðnaði hún allt í einu. Í næsta eldingarleiftri leit hún hægt og rólega, eins og vofa í lélegri hryllingsmynd, í áttina að felustað McVeys. Hann heyrði að svarti hluturinn, sem hún hélt á, datt í gólfið.
Hún benti á hann. Eitthvað lak niður af fingrum hennar.
–Þú, sagði hún hásum, ásakandi rómi. –Þú sást hvað gerðist milli mín og mannsins sem hún vildi að þú kallaðir föður.
Ja, hérna. McVey varð sleginn ótta. Þetta var stór skammtur í einu. Skammtur sem hann hvorki skildi né kærði sig um að skilja.
–Þú hefur ekkert hér að gera, barn, bætti hún við og kom nær honum. –Veistu ekki að ég er brjáluð?
Brjáluð? Það var og. Af hverju gat hann ekki hreyft... Hann rak í rogastans. Hvað hafði hún sagt? Barn?
Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds er hann leit niður fyrir sig og sá að hann var í skínandi gúmmístígvélum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.