Flýtilyklar
Jersey drengirnir
Þúsundþjala smiðurinn
Lýsing
Elding blindaði Tyler eitt augnablik áður en þruman bergmálaði um húsið svo að rúðurnar nötruðu. Hann spratt á fætur úr sófanum og hljóp fram í eldhús til að opna dyrnar að pallinum. Fyrir tíu mínútum hafði hann hleypt hundinum út.
Þá var sólskin og blíða, undurfagur júnídagur...
–Hvellur, komdu inn, vinur!
En hann heyrði aðeins vindinn skaka trén og meiri þrumugný. Tyler bölvaði og fór út á pallinn við bakdyrnar. Himinninn var kolsvartur.
–Hvellur! kallaði hann aftur. Það var bálhvasst. Hvernig gat fjörutíu kílóa hundur týnst? Hvað þá þegar viðkomandi hundur lá yfirleitt undir rúmi og skalf af hræðslu í þrumuveðri? –Hvar ertu, rakki?
Hann þrammaði niður af pallinum og að garðinum við húsgaflinn. Gamla, hrörlega hliðið vældi og ískraði og skammaði hann fyrir að hafa látið viðgerðina sitja á hakanum. Plastpoki fauk í fangið á honum. Tyler vöðlaði honum saman og stakk í vasann. Enn kvað við þruma. Hvar í fjandanum var hundurinn eiginlega?
Ekki í stokkinum sem lá úr kjallaranum, ekki á bak við litla skúrinn, ekki undir pallinum...
Hjartað herti á slættinum. Tyler kallaði enn á ný og í sama
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók