Flýtilyklar
Jersey drengirnir
Töfrar og veruleiki
Lýsing
Í dag hefðu þau átt sextán ára brúðkaupsafmæli.
Ethan Noble heyrði bara skellina og dynkina og hrópin í börnunum sínum með öðru eyranu þar sem hann horfði út
um svefnherbergisgluggann sinn á efri hæðinni. Þar eltust íkornar hver við annan í eikartré. Laufin voru fallin, enda
kominn nóvember. Það hafði líka verið kalt og hvasst þennan dag forðum og stöku regndropar höfðu slest á framrúðuna hjá þeim á leiðinni til All Saints.
En öllum var sama. Um veðrið. Um það þótt það örlaði á bumbunni á Merri undir hvíta brúðarkjólnum. Allt hafði farið eins og þau höfðu gert ráð fyrir. Ekkert annað skipti máli.
Síminn hans suðaði. Ethan var að fá skilaboð. Aðeins einn maður myndi hafa samband við hann svona snemma
dags. Og aðeins af einni ástæðu.
Ethan tók símann sinn upp af náttborðinu.
Ég hugsa til þín.
Ef einhver skildi líðan Ethans þennan dag var það maðurinn sem hafði ættleitt hann þegar hann var nokkurra ára gamall. Preston Noble var einnig ekkjumaður og var fyrirmynd Ethans að öllu leyti. Hann var sterkur, tryggur og
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók