Joanna Sims

Fjallakúrekinn
Fjallakúrekinn

Fjallakúrekinn

Published Maí 2017
Vörunúmer 376
Höfundur Joanna Sims
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Vertu snöggur að því. Snúðu þér svo við. Maðurinn renndi upp, en festi ekki beltið. Skyrtan var fráhneppt. Hann lyfti höndunum upp á nýjan leik og sneri sér hægt við. –Af hverju ertu að elta mig? spurði Taylor höstug og miðaði byssunni á hann. –Stjórinn skipaði mér að gera það, svaraði maðurinn og horfði án afláts á byssuhlaupið. –Föðurbróðir þinn bað mig um að veita þér eftirför og sjá til þess að þú værir örugg. Það er ég einmitt að gera. Taylor hvessti augun á úfna kúrekann án þess að láta byss una síga. Aðeins var sólarhringur síðan hún lagði af stað í leiðangurinn upp á vatnaskilin miklu. Hún hafði gleymt ýmsu varðandi hálendisferðir í áranna rás, en hún hafði ferðast víða um heim í viðskiptaerindum og var ævinlega vel á verði. Þegar hún varð þess vör að henni var veitt eftirför hafði hún beðið dögunar og síðan farið í hring til að læðast að kúrekanum og koma honum að óvörum. Það hafði reynst auðveldara en hún hugði. Líklega var tóma áfengisflaskan sem lá hjá pjönkum hans skýringin á því. Maðurinn var drykkjurútur. –Vinnurðu á búgarðinum Bogna tré? Kúrekinn kinkaði kolli. Hann var reyndar kunnuglegur. Hún mundi eftir kúreka sem hafði tekið ofan fyrir henni daginn sem hún kom á búgarð Hanks, frænda síns. En það þýddi ekki að Hank hefði beðið hann um þetta. Hann hafði ekki minnst á það einu orði áður en hún fór. –Ég ætla að láta hendurnar síga, kona góð. Heyrirðu það? sagði maðurinn, eins og hann gengi með þá grillu að það væri hann, sem hefði töglin og hagldirnar á þessari stundu.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is