Flýtilyklar
Joanna Sims
Þrenningin
Lýsing
Mackenzie Brand lagði Lettanum sínum, árgerð 1960, og drap á vélinni. Hún studdi sig við stýrið og horfði í baksýnisspeglinum á glæsilegu fjölbýlishúsin í Mission Beach í Kaliforníu. Hún las heimilisfangið sem Jordan, frænka hennar, hafði látið hana fá og fann von bráðar rétta húsið, hvítt þriggja hæða fjölbýlishús á vinstri hönd. Mackenzie stundi, tók af sér sætisbeltið og kippti lyklinum úr kveikjunni. –Jæja, ekki alveg þinn þjóðfélagshópur, en verkefni er verkefni og greiði er greiði. Mackenzie sté út úr bílnum, læsti dyrunum og stakk lyklinum í skjóðuna sína. Þegar hún gekk að útidyrunum heyrði hún rokktónlist, hávært spjall og hlátur. Líklega var valentínusarveislan, sem Jordan ætlaði að halda ásamt Ian, unnusta sínum, þegar byrjuð. Mackenzie hringdi bjöllunni tvisvar og barði svo að dyrum. Meðan hún beið virti hún fyrir sér götóttu strigaskóna sína. Þeir máttu muna sinn fífil fegri og það var sannarlega kominn tími til að fá sér nýja skó. Eftir að hafa virt aumlegu skóna sína fyrir sér um stund ýtti Mackenzie enn á bjölluhnappinn. Enginn kom til dyra, en þegar hún hafði snúið sér við og var um það bil að fara niður tröppurnar heyrði hún að dyrnar voru opnaðar. –Halló! Dylan Axel galopnaði dyrnar. –Hvert ertu að fara? Mackenzie hafði ekki heyrt rödd þessa manns mjög lengi. Hún hríslaðist um taugakerfi hennar eins og gamalt, gleymt lag. Hún sneri sér í áttina að honum og hörfaði af undrun. Eitt andartak horfðust þau í augu, en svo féll hún aftur fyrir sig. –Halló... Dylan sá að fallega, dökkhærða stúlkan á tröpp
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.