Flýtilyklar
Joanna Wayne
Angist
Lýsing
Laugardagur 9. september
Rachel Maxwell opnaði augun. Veröldin var enn svört. Hún reyndi að lyfta handleggjunum, en nístandi sársauki greip hana við sérhverja hreyfingu. Hún var á lífi. Það var það eina, sem hún var viss um. Dauðinn var ábyggilega ekki svona
kvalafullur.
Augun vöndust myrkrinu hægt og rólega, en höfuðverkurinn var svo svakalegur að heilinn gat ekki áttað sig á því hvar
hún væri eða hvers vegna. Hugurinn reikaði hingað og þangað.
Eina skíman var löng og mjó ljósræma hinum megin í herberginu. Líklega voru þarna dyr og ljósræman undir hurðinni.
Tunglskins naut ekki, þar eð herbergið var gluggalaust, og ekkert hljóð heyrðist annað en andardráttur hennar sjálfrar.
Hún lá flöt á bakinu, hugsanlega í rúmi. Hún þreifaði á andlitinu á sér. Kinnarnar voru bólgnar, en dofnar og eini staður líkamans þar sem hún fann ekki til.
Hún reyndi að skýra hugsunina og einbeita sér.
Óttinn heltók hana þegar hún mundi eftir manninum sem
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók