Flýtilyklar
Joanna Wayne
Innri barátta
Published
5. nóvember 2010
Lýsing
Shelly Lane elti Matt Collingsworth inn á Country Café þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í tvö á föstudegi um miðjan júní. Lykt af steiktum kjúklingi, kanil og nýlöguðu kaffi tók á móti henni. Lágvaxin, bústin kona með grátt hár tekið aftur í hnút brosti og kom til þeirra. Sæl verið þið, sagði konan með heillandi Texas-hreimi. –Þið megið setjast þar sem þið viljið og Jill kemur strax til að taka við pöntun.