Flýtilyklar
Joanna Wayne
Skjótari en skugginn
Lýsing
Dani Boatman sprautaði síðustu, fullkomnu rósina efst á marglaga brúðarkökuna. Svo færði hún sig frá og dáðist að handbragði sínu. Stórkostlegt, hugsaði hún, næstum því of falleg til að skera hana og borða.
En hún yrði borðuð, ekki spurning. Brúðurin hélt því fram að gestalistinn lengdist í sífellu. Brúðkaup voru víst meiri háttar
mál í litla bænum Winding Creek í Texas... tækifæri til að klæða sig uppá, hitta vini sína og nágranna og dansa við hljómsveitarundirleik. Og svo auðvitað til að samgleðjast nýbökuðu hjónunum.
Það sem henni fannst mest spennandi var að hún var ekki bara boðin í veisluna heldur tók hún þátt í þessu. Hún var
brúðarmær í brúðkaupi Grace Addison og Pierce Lawrence.
Hún yrði eini beini þátttakandinn, fyrir utan Jaci, fimm ára gamla dóttur Pierce, sem átti að vera blómastúlka.
Grace hafði hjálpað Dani að velja kjól úr smaragðsgrænu satíni sem undirstrikaði augnlit hennar og passaði vel við óstýriláta, koparrauða liðaða hárið.
Grace var eina nána vinkona Dani eftir að hún flutti hingað.
Ekki það að fólk væri ekki vingjarnlegt, Dani hafði bara eiginlega engan frítíma.
Dani lauk við að skreyta kökuna. Blöðin á síðustu rósinni voru svo fíngerð að þau jöðruðu við að vera gagnsæ.
Dani elskaði alla rómantík þó að rómantíkina skorti í líf hennar sjálfrar. Hún hafði farið á stefnumót en samböndin
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók