Judy Duarte

Bestu jólin
Bestu jólin

Bestu jólin

Published Janúar 2017
Vörunúmer 372
Höfundur Judy Duarte
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Greg Clayton sté bensínið í botn á leigujeppanum í von um að verða á undan óveðursskýjunum sem nú hrönnuðust upp á himninum í Texas. Hann var örmagna, enda nýbúinn að ljúka enn einni tónleikaferðinni, og félagar hans í sveitahljómsveitinni höfðu farið hver sína leið þar eð jólin voru í nánd. Greg hafði líka farið um borð í flugvél og var nú á leiðinni til eina staðarins sem hann hafði kallað heimili sitt um ævina. Fyrir fjórtán árum hafði frú Clayton, sem venjulega var kölluð Amma, fundið hann í hlöðunni sinni, þar sem hann var aleinn og hræddur. Mánuði síðar sótti hún um að fá að ættleiða hann. Nú var hann tuttugu og sjö ára gamall og hafði verið Clayton hálfa ævina. Það var sannarlega betri helmingur  ævinnar. Elding lýsti upp himininn og skýin urðu æ dekkri og ógnvænlegri. Ekki leið á löngu uns þruma kvað við og það tók að rigna. Greg bölvaði lágt. Þessu óveðri, því fyrra af tveimur sem í aðsigi voru, myndi fylgja gríðarleg úrkoma. Til allrar lukku var hann ekki langt frá búgarðinum. Á veginum var hins vegar lægð sem gjarnan fylltist af vatni í miklum rigningum og yfir hana þurfti hann að komast áður en það færi að rigna fyrir alvöru. Annars yrði vegurinn ófær.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is