Flýtilyklar
Juno Rushdan
Launbrögð
Lýsing
Sama hvert hún fór eða hvað hún gerði þá náði Isabel Vargas ekki að leiða minningarnar hjá sér. Sumir dagar voru betri en aðrir en fimmtudagar voru verstir. Þetta var eini dagur vikunnar sem hún þurfti að sjá um að loka listagalleríinu sínu einsömul. Brenda aðstoðarkonan hennar fór snemma til þess að komast á réttum tíma á jógaæfingu hinu megin í bænum. Á fimmtudagsdagskvöldum endurupplifði hún líka oftast skelfilega atburðinn sem hennar fyrrverandi hafði borið ábyrgð á. Hún minntist áverkanna sem hún hafði borið eftir hann. Hún fann fyrir andardrætti hans aftan á hálsinum og mundi ofbeldisfulla meðhöndlun hans á henni. Hvernig hann hafði notað líkama sinn til að halda henni fanginni. Illskuna í rödd hans þegar hann urraði fúkyrðum í eyru hennar ásamt því að hann endurtók eins og vitfirringur orðin: Ég elska þig. Isabel hrökk við þegar hún heyrði í dyrabjöllunni og fékk hraðan hjartslátt. Hún dró djúpt andann til þess að róa sig niður, tók rólega saman föggur sínar, slökkti ljósin á efri hæð gallerísins og vonaði þar með að sá sem var við dyrnar gæfist upp og færi. Gerðu það ekki vera hann. Henni varð enn um og ó þegar dyrabjallan hringdi aftur. Hún náði í töflurnar í veskið sitt sem sálfræðingurinn hafði skrifað upp á fyrir hana eftir síðasta fundinn sem Isabel hafði átt
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók