Flýtilyklar
Juno Rushdan
Öryggisbrestur
Lýsing
Enginn alríkisfulltrúi óskaði sér að vera í þeirri stöðu að þurfa að færa vitni undir vitnavernd Dómsmálaráðuneytisins svona fréttir. –Þú ert í bráðri hættu, sagði Aiden Yazzie og dró fyrir eldhúsgluggann. Hann snéri sér að skelfdu andliti Eugene Potter. Alvarleiki málsins var augljós á múnderingunni sem fjögurra manna sérsveitarteymið var í. Þau voru fullvopnuð í skotheldum hlífðarfatnaði og höfðu komið á sérútbúnum bíl sem var lagt fyrir utan. Þegar takast þurfti á við óvenjulegar og hættulegar aðstæður þá svaraði sérsveitarteymi alríkislögreglunnar kallinu. 62 ára gamall maðurinn hrökklaðist í stól við eldhúsbekkinn. –En hvernig? Hann strauk skjálfandi hendi í gegnum þunnt, grátt hár sitt. –Ég hef farið svo varlega, hvernig komst upp um gervi mitt? Aiden skiptist á augnatilliti við félaga sinn og vin Charlotte „Charlie“ Killinger. Spurningu Eugene var ekki auðsvarað. Þetta var svartur blettur á óaðfinnanlegu orðspori San Diego skrifstofunnar. Það var allt í upplausn í
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók