Flýtilyklar
Juno Rushdan
Saklaust fórnarlamb
Lýsing
Ekki nóg með að glæpaforingi hættulegustu glæpasamtaka Bandaríkjanna væri á eftir Allison þá var Henry að reyna að taka son hennar frá henni. Hún hafði lítinn áhuga á því að þau legðust svo lágt að fara að skíta hvort annað út eftir níu ára hjónaband. Benjamín var sonur þeirra beggja en hann var litla barnið hennar. Fyrr skildi hún samt dauð liggja en að leyfa honum að fá fullt forræði yfir honum og flytja með hann hinu megin á landið frá San Diego til Quantico í Virginiu. Henni var svo misboðið og ætlaði sér að berjast með kjafti og klóm fyrir Ben. Hún tók af sér demantshringinn og lét hann falla í postulínsskálina á náttborðinu við rúmið sitt. Eftir sex mánaða skilnað að borði og sæng svaf hún enn sín megin í rúminu eins og heilinn á henni vonaði enn að þau Henry fyndu leið til að bjarga hjónabandinu og brotinni fjölskyldu sinni. Hún bjó um rúmið og ákvað með sjálfri sér að hér eftir svæfi hún í miðjunni á rúminu. Allison klæddi sig í dragtarjakkann á leiðinni niður stigann í húsinu sem hann hafði viljað kaupa en ekki hún. Kannski ætti hún að sparka í Henry þegar hún hitti hann eftir 20 mínútur hjá sáttasemjaranum. Í hvert skipti sem hún hitti manninn sem hafði einu sinni verið ástin í lífi hennar þurfti hún að minna sig á að ofbeldi
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók