Juno Rushdan

Vitnið
Vitnið

Vitnið

Published Júlí 2022
Vörunúmer 101
Höfundur Juno Rushdan
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hann var enn myndarlegri en vanalega með svitann perlandi í gegnum dökka skeggrótina. –Ég er nokkuð viss um að tilraun til morðs sé ekki í starfslýsingu minni. Djúp röddin kitlaði löngun hennar til hans. Hann sendi henni bros sem hún fann fyrir alveg niður í mjaðmir. –Þú hafðir rétt fyrir þér varðandi það að ég hef verið að gera þér of auðvelt fyrir. Hann strauk löngum hárlokk sem hafði losnað úr taglinu á bak við eyra hennar. Snerting fingra hans sendi fiðrildi í maga hennar eins og hún væri enn unglingsstúlka en ekki þroskuð raunsæ 32 ára kona. –Þú þarft að þekkja hvernig það er að fyllast ótta og hræðslu til að geta sýnt réttu viðbrögðin í raunverulegum aðstæðum. Nick hafði verið akkeri hennar í gegnum þessa myrku tíma, kennt henni sjálfsvörn og orðið henni kær vinur. Staðfastur, gáfaður og kynþokkafullur vinur sem hún gat ekki hætt að hugsa um að skríða upp í rúm með. Ted Zeeman rölti inn í bílskúrinn og pikkaði á fartölvu í leiðinni. Gamli góði Ted sem hafði alltaf lag á því að trufla Nick og Lori rétt áður en þau gerðu eitthvað sem talist gæti óviðurkvæmilegt. Lori stóð upp og bauð Nick höndina til að hjálpa honum á fætur. Hann þáði það þó hann þyrfti ekki aðstoð hennar, reis á fætur og dustaði af sér. Hann var um einn og áttatíu á hæð en kraftlegur vöxturinn gaf til kynna hversu hættulegur hann var. Hún ýtti frá sér hversu fáránlega skotin hún var í McKenna alríkisfulltrúa. Ef að hún dróst að honum þá var næstum öruggt að hann væri ekki góður gæi inn við beinið. Slæmir gæjar færðu henni ekkert nema hjartasár og hver einasti maður sem hún hafði laðast að hafði skilið hana eftir í sárum. Hún var ekki í leit að fleirum. –Ertu farin að kvíða fyrir stóra deginum á morgun? spurði Ted. Að bera vitni í Alríkisdómstól landsins gegn tengdaforeldrum sínum fyrir milljóna

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is