Flýtilyklar
Brauðmolar
K-9 Unit Alaska
-
Flóttaleiðir
Desparre í Alaska var svo afskekkt að það var ekki einu sinni á kortum en eftir að hafa verið á flótta í tvö ár þá fann Sabrina Jones loksins fyrir öryggi. Hún var ekki viss hvenær hún fór að finna fyrst fyrir örygginu en hún fór smátt og smátt að finna minna fyrir kvíðanum. Þörfin til þess að vera á verði á hverjum degi hafði minnkað líka. Hún mundi ekki heldur nákvæmlega hvenær martraðirnar hættu en það var meira en mánuður síðan hún hrökk upp um miðja nótt í svitabaði vegna þess að eltihrellirinn hennar var að reyna að drepa hana eins og hann gerði við Dylan. Sabrina gekk um kofann sem hún hafði tekið á leigu fyrir sex mánuðum síðan. Einn af mörgum felustöðum síðastliðin tvö árin en þessi var öðruvísi. Hún opnaði dyrnar og steig út á pallinn og fann hroll fara um sig. Það var aldrei heitt í Alaska en það skipti engu máli. Ekki þegar hún gat staðið þarna og hlustað á fuglana syngja í fjarlægð og andað að sér fersku loftinu sem var svo ólíkt loftinu í stórborginni sem hún hafði andað að sér allt sitt líf. Skógurinn fyrir aftan kofann virtist endalaus og einangrunin á þessum stað hafði gefið henni hugarró sem hún hafði ekki upplifað lengi. Það bjó enginn nálægt henni. Heimreiðin að kofanum var löng og kofinn var vel falinn í skóginum. Það þurfti að vita af honum til þess að komast að honum. Hún var þónokkra vegalengd frá bænum en hún heyrði í bílunum fara framhjá.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vonin lifir
Haltu ró þinni. Jax Diallo endurtók þessi sömu orð aftur og aftur í huganum líkt og hann gerði jafnan þegar hann nálgaðist vettvang þar sem voðaverk höfðu verið framin. Aðkoma að vettvangi slíks var svo sannarlega ekki fyrir viðkvæma og sem sérfræðingur Alríkislögreglunnar í málefnum þolenda var algjört lykilatriði að hann héldi ró sinni og yfirvegun. Bifreið Alríkislögreglunnar var stöðvuð og Jax lygndi aftur augunum í skamma stund til að safna kröftum... búa sig undir það andlega að horfast í augu við afleiðingar sprengjuárásar. ‒Drífum okkur! sagði einn ferðafélaga hans og stökk út úr bifreiðinni. Þrír félagar þeirra við rannsóknadeild Alríkislögreglunnar drifu sig út úr bílnum og Jax sömuleiðis. Napur vorvindur Alaska mætti þeim um leið og dyrnar opnuðust en þögnin var þó það fyrsta sem Jax Diallo skynjaði. Fuglar og dýr höfðu greinilega látið sig hverfa. Lamandi þögnin var annað slagið rofin af snökthljóðum sem Jax gerði ráð fyrir að bærust frá fórnarlömbum sprengjuárásarinnar sem enn voru á svæðinu eða fjölskyldumeðlimum þeirra. Hugsanlega einnig frá neyðarliðum eða lögreglufulltrúum sem líkast til höfðu aldrei áður upplifað nokkuð í ætt við þær hörmungar sem þeir höfðu mætt hér. Í fjarska heyrðist sími hringja, þagna síðan eftir nokkra stund og hefja síðan aftur að hringja. Ekki var ólíklegt að þetta væri vinur eða fjölskyldumeðlimur í leit að ástvini sínum... í örvæntingarfullri von um að viðkomandi svaraði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Björgun í Alaska
Hún heyrði umtalið um leið og hún kom í bæinn. –Þetta er hún. Stelpan sem var rænt og fannst fyrir fimm árum síðan. –Sú sem drap nærri því systur sína? Alanna reyndi að hundsa augnaráð kvennanna við búðina. Starandi augnaráð og slúður áttu það til að draga fleira fólk að í Desparre, Alaska. Alanna horfði niður og langaði til þess að hverfa og hraðaði sér út. Hún fann augun borast í bakið á sér. Hún fann andardráttinn aukast og svitann spretta af enninu á sér. Þetta voru aukaverkanir þess að senda „foreldra“ sína sem höfðu alið hana upp í 14 ár í fangelsi og flytja síðan í annað fylki til fjölskyldu sem hún reyndi að muna eftir en passaði aldrei í aftur. Aukaverkanir þess að forðast blaðamenn sem vildu fá hennar hlið á málinu. Hún heyrði raddirnar dofna um leið og konurnar færðu sig innar í kjörbúðina sem var staðsett við allar aðalbyggingar Desparre. Þetta var svo ólíkt Chicago, borgarinnar sem hún hafði horfið til eftir að hafa alist upp í Alaska með fjölskyldunni sem hafði rænt henni. Jafnvel þó að hún hafi ekki komið til Alaska í fimm ár þá fannst henni samt eins og hún hafi snúið aftur heim. Alanna dró djúpt andann og lokaði augunum. Kunnugleg hljóð og lykt róaði hana. St. Bernhard hundurinn hennar þekkti einkennin þegar kvíðinn læddist að henni og settist þétt upp við hana. Hún heyrði Chance urra lágt mínútu seinna og hún opnaði augun. St. Bernhard hundurinn var blíður risi og var líklegri til þess að dilla skottinu og bíða eftir magaklóri en að urra að einhverjum en stærð hans og viðvörun var nóg til þess að láta fólk bakka.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Systrabönd
„Ég er á lífi.“ Fjögur einföld orð á bréfsnepli. Undirrituð af systur sem Kensie Morgan hafði ekki séð í fjórtán ár. Og þessi bréfsnepill varð til þess að Kensie lagði snarlega upp í fimm þúsund kílómetra ferðalag. Hún hafði skilið eftir skilaboð í talhólfi yfirmanns síns þar sem hún sagðist þurfa stutt frí. Síðan hringdi hún í fjölskyldu sína en þau sýndu þessu lítinn skilning. En í þetta sinn varð Kensie að trúa því að vísbendingin væri raunveruleg. Eftir langt og strangt ferðalag og ótal áningarstaði steig hún loks út úr flugvél í Alaska. Þetta var í byrjun október og hitastigið var miklu lægra en hún hafði reiknað með. Það kólnaði meira að segja enn meir á meðan hún gekk frá leigusamningi á pallbíl áður en hún hélt af stað í norður átt. Bærinn Desparre í Alaska var ekki beint nafli alheimsins og fannst varla á landakortum. Eftir að GPS tækið gafst upp og hún hafði farið ótal krókaleiðir tókst henni loks að finna hann með aðstoð heimafólks sem varð á vegi hennar. Kensie nötraði og skalf þegar hún steig út úr bílnum eftir fjögurra klukkustunda ferðalag. Vetrarjakkinn hennar dugði skammt í þessum kuldanæðingi svo hún lyfti kraganum um leið og sítt hár hennar feyktist fyrir andlitið. Það var engin leið að forðast snjóskaflana svo hún varð að klofast í gegn um þá. Hennar fyrsta verk eftir stutta heimsókn á lögreglustöðina yrði að kaupa ný kuldastígvél.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.