K. D. Richards

Martröð á aðventu
Martröð á aðventu

Martröð á aðventu

Published Október 2023
Vörunúmer 364
Höfundur K. D. Richards
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Addy WilliAams fann til í fótunum og var með dúndrandi höfuðverk er hún opnaði dyrnar á veitingahúsinu. Við móttökuborðið stóð miðaldra maður. Lykt af steiktum lauk og nautakjöti lagði fyrir vit hennar er húnvék sér að manninum.

Hann brosti fleðulega og var sennilega óhress með að fá viðskiptavin svona skömmu fyrir lokun. –Borða hérna eða

taka með heim? spurði hann.
–Hvorugt, sagði Addy og sýndi honum ljósmyndina af systur sinni. Myndin var orðin snjáð eftir að hafa verið tekin upp úr töskunni hvað eftir annað allan daginn. En heillandi bros Cassie lét ekkert á sjá. –Ég
er að leita að systur minni, sagði Addy og otaði myndinni að manninum. –Hefurðu séð hana?
Maðurinn leit sem snöggvast á myndina og hristi höfuðið. –Nei.
Addy barðist við óánægjuna sem blossaði upp innra með henni. Hún hafði fengið þessi sömu viðbrögð frá flestöllum sem hún hafði sýnt myndina af Cassie undanfarna tvo daga. Flestir virtust kæra sig kollótta eða urðu hreinlega pirraðir þegar Addy útskýrði fyrir þeim að myndin væri af 19 ára systur hennar sem væri saknað. Hún gat ekki annað en velt því fyrir sér hvort viðbrögð fólks hefðu orðið önnur ef Cassie væri bláeygð og ljóshærð en ekki með

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is