Flýtilyklar
Brauðmolar
Karen Templeton
-
Endurkoma
–Pabbi, pabbi!
Cole Rayburn var orðinn kolruglaður í kollinum eftir búðarferð með tveimur unglingum. Hann hleypti brúnum og leit á tólf ára gamla dóttur sína, sem skalf. Hún var komin að frostmarki þarna inni í matvörubúðinni, klædd hlýralausum bol og stuttum samfestingi, en síða, ljósa hárið skýldi að vísu öxlunum. En hún hafði ekki hlustað á ráðleggingar Coles um að fara í peysu...
Í rödd Brooke vottaði fyrir skelfingu. Cole varð ekki um sel en reyndi að láta sem minnst á því bera.
–Hvað er að, elskan?
–Þessi maður þarna, hvíslaði hún og færði sig nær Cole. Það hafði hún oft gert undanfarna viku, eins og hún óttaðist að hann hyrfi ef hún liti af honum. –Nei, þessi við eplin. Sá hvíthærði.
Hann starir á okkur eins og hann þekki okkur eða eitthvað.
Nokkrum metrum frá þeim stóð hinn dökkhærði, slánalegi bróðir hennar, Wesley, og góndi á himinháan stabba af gosdósum. Þeir feðgar horfðust í augu eitt andartak, en Cole stóðst bænaraugu drengsins, sem stundi. Cole fann fyrir sektarkennd.
Svo leit hann á manninn sem Brooke var að tala um.
Ja, hérna. Æska hans stóð honum allt í einu skýrt fyrir hugskotssjónum.
Hann hafði vitaskuld reiknað með því að rekast á einhvern úr fjölskyldunni sem hann hafði nánast alist upp með. En ekki svona fljótt. Hann hafði heldur ekki búist við því að tilfinningarnar yrðu jafn blendnar þegar það gerðist og raun varð á.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Töfrar og veruleiki
Í dag hefðu þau átt sextán ára brúðkaupsafmæli.
Ethan Noble heyrði bara skellina og dynkina og hrópin í börnunum sínum með öðru eyranu þar sem hann horfði út
um svefnherbergisgluggann sinn á efri hæðinni. Þar eltust íkornar hver við annan í eikartré. Laufin voru fallin, enda
kominn nóvember. Það hafði líka verið kalt og hvasst þennan dag forðum og stöku regndropar höfðu slest á framrúðuna hjá þeim á leiðinni til All Saints.
En öllum var sama. Um veðrið. Um það þótt það örlaði á bumbunni á Merri undir hvíta brúðarkjólnum. Allt hafði farið eins og þau höfðu gert ráð fyrir. Ekkert annað skipti máli.
Síminn hans suðaði. Ethan var að fá skilaboð. Aðeins einn maður myndi hafa samband við hann svona snemma
dags. Og aðeins af einni ástæðu.
Ethan tók símann sinn upp af náttborðinu.
Ég hugsa til þín.
Ef einhver skildi líðan Ethans þennan dag var það maðurinn sem hafði ættleitt hann þegar hann var nokkurra ára gamall. Preston Noble var einnig ekkjumaður og var fyrirmynd Ethans að öllu leyti. Hann var sterkur, tryggur ogEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Þúsundþjala smiðurinn
Elding blindaði Tyler eitt augnablik áður en þruman bergmálaði um húsið svo að rúðurnar nötruðu. Hann spratt á fætur úr sófanum og hljóp fram í eldhús til að opna dyrnar að pallinum. Fyrir tíu mínútum hafði hann hleypt hundinum út.
Þá var sólskin og blíða, undurfagur júnídagur...
–Hvellur, komdu inn, vinur!
En hann heyrði aðeins vindinn skaka trén og meiri þrumugný. Tyler bölvaði og fór út á pallinn við bakdyrnar. Himinninn var kolsvartur.
–Hvellur! kallaði hann aftur. Það var bálhvasst. Hvernig gat fjörutíu kílóa hundur týnst? Hvað þá þegar viðkomandi hundur lá yfirleitt undir rúmi og skalf af hræðslu í þrumuveðri? –Hvar ertu, rakki?
Hann þrammaði niður af pallinum og að garðinum við húsgaflinn. Gamla, hrörlega hliðið vældi og ískraði og skammaði hann fyrir að hafa látið viðgerðina sitja á hakanum. Plastpoki fauk í fangið á honum. Tyler vöðlaði honum saman og stakk í vasann. Enn kvað við þruma. Hvar í fjandanum var hundurinn eiginlega?
Ekki í stokkinum sem lá úr kjallaranum, ekki á bak við litla skúrinn, ekki undir pallinum...
Hjartað herti á slættinum. Tyler kallaði enn á ný og í samaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ást og ótti
Þetta var slæmur dagur hjá Trinity Walker. Líf hennar hafði verið fullt af slæmum dögum, svo að þetta var bara dropi í hafið. En því miður voru þeir farnir að hafa samlegðaráhrif.
Hún var tuttugu og fjögurra ára gömul, en skyndilega fannst henni hún vera ævaforn.
Hún þurfti bara þrjá daga í viðbót. Á mánudaginn myndi hún fá bæturnar greiddar inn á bankareikninginn sinn og fyrsti
skóladagur Oscars myndi renna upp.
Loksins myndi hún geta komið einhverri reglu á líf þeirra.
Reglulegir barnlausir tímar sem yrðu helgaðir starfi sem myndi færa henni reglulegar tekjur fyrir hlutum eins og leigu, í stað
þess að þurfa að reiða sig á bætur og ýmis önnur áhættusöm úrræði. Það var ekkert líf að fá að sofa á sófanum hjá fólki,
óáreiðanleg gistiheimili, eins herbergis leigurými í samnýttum húsum og einstaka nótt, eins og nýliðin nótt, í gömlu Mözdunni. Hvorki fyrir hana né fimm ára barn hennar.
Af og til var hún heppin og fékk starf sem einhvers konar gisting fylgdi: herbergi, stundum lítil íbúð eða leiguherbergi.
En það entist sjaldan lengi. Oftar en ekki voru það heilsuvandamál Oscars sem höfðu bundið enda á starfið og húsnæðið í framhaldi af því. Í gær hafði það verið Skelfilegi Todd.
Stóri, ljóti, skeggjaði og húðflúraði yfirmaður hennar, sem ók mótorhjóli og angaði af ódýru kölnarvatni og koppafeiti.
Todd hafði tilkynnt henni að eftir allt saman vildi hann að hún greiddi fyrir gistinguna. Bara ekki í peningum. Honum fannst
að þau gætu komist að samkomulagi.
Hún hafði gengið út. Drullusokkur.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.