Skær sólin vermdi andlit hans. Væri Mac Riordan þarna eingöngu til að njóta veðurblíðunnar þá hefði hann staldrað við til að leyfa hlýjum geislunum að bræða kuldann sem virtist hafa tekið sér bólfestu í líkama hans undanfarna daga. Þess í stað horfði hann í kringum sig án þess að missa sjónar á bráðinni. Hann virti fyrir sér gróskumikinn almenningsgarðinn þar sem fólk naut vorblíðunnar.
Fjórði júlí byrjaði eins og hver annar sumarmorgunn. Lucy Knowlton vaknaði, vel hvíld eftir draumalausa nótt, og fór í sturtu. Svo fékk hún sér sinn venjulega morgunverð... hafrahringi með jarðarberjum og öndlumjólk... á meðan sólin skein inn um opinn eldhúsgluggann.Morgunloftið var enn svalt en hún vissi að það myndi hlýna þegar liði á daginn.