Flýtilyklar
Kate Hardy
Þrekraun
Lýsing
Hún stundi með sjálfri sér. Alex hafði aðeins starfað á deildinni í nokkra mánuði. Hann var afar laginn við sjúklingana,
en félagfærni hans virtist hverfa um leið og hann þurfti að ræða við samstarfsfók sitt eða einhverja aðra um mál sem ekki snertu vinnuna. Hann fór aldrei með vinnufélögunum á krána, snæddi ævinlega hádegisverð einn síns liðs og þegar hann sat á kaffistofunni tók hann aldrei þátt í samræðum.
Hann var áreiðanlega enginn uppskafningur, en Dani taldi líka ólíklegt að hann væri feiminn. Af einhverjum ástæðum hélt hann sig til hlés. Dani samdi vel við alla en vissi ekki hvernig hún ætti að ná sambandi við Alex. Hann sat ásamt henni í skipulagsnefndinni fyrir jólaveislu deildarinnar og var án efa sá erfiðasti sem deildin hefði getað kosið til að gegna því hlutverki, en Dani yrði bara að gera gott úr öllu eftir föngum.
–Vildirðu tala við mig? spurði hann.
–Við þurfum að ræða um jólamálsverð deildarinnar. Ertu upptekinn í hádeginu í dag eða getum við talað um þetta
yfir samloku?
–Ég fer á fund í hádeginu, því miður.
Dani trúði honum ekki, en einhvern veginn urðu þau að skipuleggja jólamáltíðina. Ef hún gæfi Alex frest myndi hann að lokum neyðast til að velja dag. Og ef hann veldi annað af þeim tveimur kvöldum þegar hún var upptekin myndi hún breyta dagskránni sinni, enda vildi hún virkilega koma þessu frá.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók