Flýtilyklar
Kay Stockham
Sú eina rétta
Published
2. desember 2010
Lýsing
Hún er svo lítil. Skilur hann ekki að stærðin skiptir máli? Hvað ef hann nær henni ekki upp? Hvað á ég þá að gera? Alexandra Tulane kyngdi taugaóstyrk og kreisti fram bros á meðan hún velti fyrir sér hvernig væri best að taka á málunum. Fara um borð, loka augunum og vona það besta? Eða fara rólega í sakirnar?