Flýtilyklar
Brauðmolar
Longview - RIDGE
-
Mundu mig
Fulltrúi Jack Slater hafði ekki fyrr stöðvað pallbílinn fyrir framan litla sveitahúsið þegar hann var stokkinn út og síðan upp á verönd hússins með skammbyssuna á lofti. Hann stökk að útidyrum hússins en skimaði um leið niður eftir veginum og yfir garðinn til þess að fullvissa sig um að hættu steðjaði ekki að. Hann varð ekki var við neitt en það þýddi þó ekki engin hætta væri á ferðum og það var einmitt ástæða þess að hann hafði hraðað sér hingað þegar símhringing barst frá Lucille Booker, hjúkrunarkonunni sem hafðist við í húsinu. Hann var rokinn af stað um leið og Lucille sagði: „Það gæti verið komið upp vandamál, fulltrúi,“ og var auðheyrilega mikið niðri fyrir. Jack vissi sem var að ekki var rétt að tala um gæti verið í þessu sambandi. Vandamál var komið upp. Lucille hafði sinnt þessu starfi í heila þrjá mánuði án þess að hann hefði orðið þess var að hún hefði áhyggjur af einhverju en að þessu sinni hafði hún verið meira en áhyggjufull. Óttaslegin var líklega réttara orð. Jack hafði ekki fyrir því að banka, heldur reif upp lokið á boxinu fyrir utan dyrnar og stimplaði inn kóða á talnaborðið sem þar var. Síðan beið hann óþolinmóður í þá stuttu stund sem tók
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gamlar sakir
Eli Slater vaknaði við undarlegt hljóð. Það var einhver fyrir utan.
Honum fannst hann hafa heyrt fótatak en kannski var þetta bara dýr á veiðum. Hann bjó út í sveit og því var alltaf möguleiki á villtum dýrum í kring.
Þegar hann heyrði hljóðið aftur leit hann á vekjaraklukkuna sem var á náttborðinu. Það var rétt eftir miðnætti. Hann bölvaði, vegna þess að hann vissi að hann gæti ekki sofnað aftur nema hann færi fram úr og athugaði hvort þetta væri nokkuð innbrotsþjófur. Það væri þá heimskur innbrotsþjófur sem væri að brjótast inn í hús lögreglumanns. Lögreglumanns sem var vopnaður og pirraður. Eli hafði lokið langri vakt og var þreyttur.
Hann fleygði sænginni af sér og leit á símann til þess að athuga hvort hann hafi fengið skilaboð frá fjölskyldu sinni. Hann átti þrjá bræður og þar sem þeir voru allir lögreglumenn þá gæti hafa komið upp neyðartilvik. En það voru engin skilaboð.
Hann fann magann á sér fara í hnút.
Hann var feginn að það var ekkert að en það hefði getað verið ástæðan fyrir heimsókn svona seint. Ef þetta var ekki einhver úr fjölskyldunni, hver gæti það verið?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjölskylduógnir
Um leið og lögregluþjónninn Owen Slater stöðvaði pallbílinn fyrir utan húsið sitt vissi hann að eitthvað var að.
Engin ljós voru kveikt, ekki einu sinni ljósin á pallinum eða í glugganum á barnaherberginu á efri hæðinni.
Klukkan var rúmlega átta. Það þýddi að kominn var háttatími hjá Addie, dóttur hans, en hún svaf alltaf með kveikt á lampanum.
Barnfóstran, Francine Landry, hefði án efa sent honum skilaboð ef rafmagnið hefði farið af.
Þar að auki hafði Owen þegar séð ljós í útihúsinu.
Það var ekki óvenjulegt, enda logaði oft ljós þar, en ekkert var greinilega að rafmagninu.
Owen var bæði pabbi og lögga. Þess vegna hugsaði hann allt það versta og hjartað herti á slættinum. Ef til vill hafði eitthvað farið úrskeið is. Hann hafði handtekið býsna marga í áranna rás og ef til vill hugði einhver þeirra á hefndir.
Besta leiðin til þess var að ráðast inn á heimili hans, þar sem hann taldi víst að þau feðginin ættu griðastað.
Skelfingin magnaðist þegar hann hugsaði um þann möguleika að dóttir hans væri í hættu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Öryggisbrestur
Þegar Gemma Hanson opnaði útidyrahurðina var dauðaþögn í húsinu.
Öryggiskerfið gaf ekki frá sér neitt hljóð.
Ekkert blikkandi ljós sem varaði hana við að kerfið myndi fara í gang eftir tíu sekúndur. Það þýddi bara eitt, það hafði einhver átt við kerfið.
Morðinginn hafði fundið hana.
Óttinn kom, ískaldur eins og rakvélablað sem skarst í hana og hann dró fram minningarnar.
Minningar sem skáru dýpra í huga hennar en óttinn.
Hún missti pokann og lyklana sem hún hélt á og greip byssuna sína sem hún var með í veskinu. Hún varð samt einhvern veginn hræddari við það að halda á byssunni vegna þess að innst í huga sér vissi hún að það yrði ekki nóg
til þess að stoppa hann.
Nei.
Morðinginn myndi ná henni í þetta skiptið.
Hann myndi klára það sem hann byrjaði á fyrir ári síðan og hann myndi vera viss um að slitróttur andardráttur hennar væri hennar síðasti.
Hún stóð kyrr og reyndi að hægja á hjartslættinum svo hún gæti hlustað eftir honum inni í litla húsinu. Það myndi þýða lítið að hlaupa. Hún hafði lært það af fyrri kynnum við hann, hann vildi láta hana hlaupa.
Þetta var leikur fyrir honum og hann var góð ur í leiknum, þannig náði hann að skjóta þrem skotum í hana áður en hún náði að flýja, síðast þegar þau hittust.
–Hvar ertu? spurði Gemma og stóð enn í dyrunum. Hún náði bara að hvísla orðin. Húsið var hljótt, of hljótt. Þögult sem gröfin.
Hann svaraði ekki, enginn svaraði, þannig að Gemma prófaði aftur. Í þetta skiptið ákvað hún að nota nafnið hans.
–Eric?
Rödd hennar var aðeins sterkari í þetta skiptið og hún hljómaði sterkari en hún var. Það var samt ekki nóg til þess að hræða hann í burtu. Ef Eric Lang væri hræddur við eitthvað þá vissi Gemma ekki hvað það var. Þrátt fyrir að það væri hennar sérgrein, að vita ótta annarra.
Það var sérgrein hennar, leiðrétti hún sjálfa sig.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.