Flýtilyklar
Brauðmolar
Mallory Kane
-
Leyndarmál í Louisiana
Murray Cho hafði alltaf lagt hart að sér, ekki
bara þegar hann var drengur í Víetnam heldur
einnig þegar hann missti foreldra sína í Bandaríkjunum. Land tækifæranna var ekki réttnefni
að því er varðaði fátækan innflytjanda frá
Víetnam. En að lokum tókst honum að kaupa
rækjubát í litlum bæ við Bayou Bonne Chance í
Louisiana og afla nægra tekna til að eignast
eiginkonu og son.
En þegar Patrick var fimm ára stakk kona
Murrays af og skildi hann eftir einan með soninn. Þeim Patrick hafði vegnað vel þar til fyrir
tveimur máuðum, þegar vopnasmyglarar földu
varning sinn í rækjuskemmu Murrays og sköð
uðu mannorð hans. Þess vegna fluttu þeir feðgar
rækjubátinn sinn að höfn skammt frá Gulfport.
Fyrstu vikurnar hafði Murray talið að flutningurinn væri þjóðráð. En þá hafði óhugnanleg
rödd í símanum kollvarpað friðsælli tilveru fiskimannsins. Röddin sagðist myndu gera Patrick
mein ef hann hlýddi ekki fyrirmælum hennar
vafningalaust.
Ekki var erfitt að ímynda sér af hverju
mennirnir höfðu valið hann. Hann var þekktur
meðal íbúa Bonne Chance, en einnig tortryggð
ur. Það hafði skaðað mannorð hans þegar hann
dró upp byssu, beindi henni að smyglurunum
sem höfðu notað skemmuna hans sem geymslu
fyrir ólögleg vopn og hótaði þeim öllu illu.
Það hafði verið lítið mál að stela fartölvu af
heimili Tristans DuChaud eftir að Patrick hafði
kennt honum að slá viðvörunarkerfið út. HannVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Skuggaleikur
Það var loksins hætt að rigna. Zachary Winter
slökkti á rúðuþurrkunum á bílaleigubílnum um
leið og hann keyrði framhjá skiltinu sem markaði jaðar bæjarins Bonne Chance, Louisiana. Nú
var sólin farin að skína og gufa reis upp frá
svörtu malbikinu og loddi við framrúðuna eins
og úði. Hann setti þurrkurnar aftur af stað, á
minni hraða en áður. Rigningin í suðurhluta
Louisiana veitti sjaldan svala, sama hvaða árstíð
var. Jafnvel í apríl, þegar flestir landshlutar
fengu vorveður, gæti síðdegisskúr kælt heita
vegina svo mikið að gufa reis upp frá þeim, en
heitt og rakt loftið virtist aldrei breytast.
Síðast hafði hann verið hér, í gamla heimabæ
sínum, fyrir meira en tíu árum síðan. Bonne
Chance var franska og þýddi Gangi þér vel.
Hæðnissvipur kom á andlit hans. Hafði dapurlegi heimabærinn hans einhvern tímann veitt
nokkrum gæfu? Hann hafði vissulega aldrei ætlað að koma aftur.
Hann keyrði framhjá tveimur verslunum sem
tilheyrðu stórum keðjum og Walmartbúð.
–Jæja, Bonne Chance, tautaði hann. –Þú ert
orðin eitthvað fyrst Walmart er komin.
Þegar hann beygði á Parish Road 1991, sem
oftast var kallaður kirkjugarðsvegurinn, fylltist
hann blöndu af kvíða, sorg og ótta. Hann hafði
ætlað að fara í bæinn áður en kæmi að jarðarför
Tristans DuChaud. Tristan hafði verið besti vinur hans síðan í fyrsta bekk.
Þegar hann ók fyrir beygju sá hann dökkgrænt tjald yfir brúnum legsteinunum. Úr
þessari fjarlægð gat hann ekki lesið hvítu stafina
en hann vissi hvað stóð á því. Carver-útfarar-
þjónustan, þjónusta við Bonne Chance í meira
en fjörutíu ár.
Hann lagði á vegaröxlinni, leit á úrið sitt og
renndi svo hliðarrúðunni niður. Loftið sem fyllti
bílinn var kæfandi og kunnuglegt, funheitt og
mettað af regninu.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Verðandi faðir
Ashton John Kendall strunsaði út úr herberginu á lögreglustöðinni og hunsaði augnaráð félaga sinna í rannsóknarlögreglunni. Hann hélt að bakherbergi þar sem rannsóknardeildin hafði sín skrifborð.Hann hafði ekkert sofið um nóttina eftir að hafa fært fjölskyldu sinni slæmu fréttirnar. Guð, það hafði verið erfitt.Hann hefði líka getað talað við Rachel kvöldið áður en... nei. Til þess hafði hann verið reiður. Alltof reiður.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Á verði
Matt Soarez horfði á Faith svífa yfir snjáðan gólfdúk matsölustaðarins með bakka með óhreinum diskum í höndunum og bros á vörum. Þótt komin væri á steypirinn sigldi hún lipurlega á milli borða og stóla og tók eftir því hvaða kaffibolla þurfti að fylla á.Þegar hún opnaði dyrnar að eldhúsinu með olnboganum, gjóaði hún augunum á Matt. Í huga hans ómaði texti við lag eftir Neil Young um óþekkta goðsögn.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Föðurfórn
Natasha Rudolph, sérstakur fulltrúi Alríkislögreglunnar, FBI, dró Glockbyssuna sína úr hulstrinu og virti brunna bygginguna í niðurníddum hluta Washingtonborgar, fyrir sér. Brotin hurðin hékk á hjörunum og þegar hún fór inn, með vopnið á undan sér, skall fýlan af reyk, hlandi og dauðum rottum á henni eins og eiturský.Samskiptatækið á úlnliðnum á henni pípti hljóðlega.–Natasha, fjandinn hafi það, hvar ertu?
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Kúreki á vakt
Heyrðu! Hvað í fjandanum ertu að gera? Lagavörðurinn Wyatt Colter undirforingi skellti hurð jeppans síns og tók þrjú löng skref yfir veginn. Það hafði tekið hann lengri tíma en hann áætlaði að komast hingað. Eign Jonah Becker var gríðarstór... jafn stór og bærinn Comanche Creek, Texas, var lítill. Becker átti tólf þúsund ekrur. Allur bærinn kæmist fyrir í suðausturhorni eignar hans.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.