Flýtilyklar
Marie Ferrarella
Mannránið
Lýsing
Olíubaróninn Gabe Dawson var í viðskiptaferð í Malasíu,
langt í burtu frá Vengeance í Texas. Um síðir tók hann upp tólið
á símanum á hótelberginu.
–Gabe. Þú verður að koma heim. Strax. Það er Melinda,
sagði aðstoðarmaðurinn hans.
Þegar hann heyrði nafn fyrrverandi eiginkonu sinnar stirðnaði
hann. Hann settist á rúmstokkinn og bjó sig undir slæm tíðindi.
–Henni var rænt. Aðstoðarmaðurinn sagði honum það sem
hún vissi, en það var lítið. Fullljóst var þó að hvarf hennar var
af mannavöldum.
Í kjölfar áfallsins sótti á hann söknuður og hann fór að hugsa
um fortíðina og rifja upp góðu dagana með Melindu í upphafi
sambands þeirra. Þá höfðu þau bæði verið í framhaldsnámi í
háskóla og námið hafði veist þeim auðvelt. Þau voru yfir sig
ástfangin og ákveðin í að setja mark sitt á heiminn.
Melinda hafði verið enn staðráðnari í því en hann. Hún hafði
verið ákveðin í að verða fræg og nota alltaf sitt eigið ættarnafn,
eins og hún vildi að allir sem höfðu þekkt hana frá bernsku
vissu hverju Melinda Grayson hefði fengið áorkað. Þetta skipti
hana svo miklu máli að annað sat á hakanum.
Að lokum hafði hún meira að segja lokað dyrunum á hann.
Þegar hann leit til baka bjóst hann við að þau hefðu byrjað
að færast hvort frá öðru strax eftir að þau gengu í hjónaband
hjá sýslumanni fyrir tíu árum. Melinda hafði ómældan áhuga á
öllu sem flokkaðist undir félagslegt óréttlæti en hann hafði viðskiptavit
og varð fljótlega mikils metinn í þeim heimi og moldríkur
að auki.
Að því kom að hann uppgötvaði að hann, sem orðinn var
milljarðamæringur, var í raun holdgervingur alls þess sem
Melinda barðist svo hatrammlega gegn