Marilyn Pappano

Syndir foreldranna
Syndir foreldranna

Syndir foreldranna

Published September 2018
Vörunúmer 353
Höfundur Marilyn Pappano
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

15. október var fimmtudagur. Þremur dögum áður hafði ég orðið ellefu ára. Þennan fimmtudag kom pabbi heim úr vinnunni og angaði af tóbaki og áfengi. Um andlitið lék kjánalega brosið sem hann sýndi yfirleitt bara ókunnugum. Hann sparkaði af sér skónum, fleygði hafnaboltahúfunni sinni í átt að snaganum við dyrnar og hitti ekki, en tilkynnti síðan að hann ætlaði að fara með mér í verslunarmiðstöðina á laugardaginn til hátíðabrigða.
Eins og ævinlega þegar hann flutti miklar tilkynningar beið hann þess að ég sýndi einhver merki um spenning eða ánægju,
jafnvel gleði, en ég var jafn dauf í dálkinn og endranær. Fyrirætlun hans féll mér ekki í geð. Ég fékk gæsahúð og brjóstsviða.
Verslunarmiðstöðvar voru eftirlætis veiðilendurnar hans.
Þar voru margar búðir, sægur fólks og nægar flóttaleiðir. Ég hefði glöð sleppt afmælisveislum og öðrum viðburðum til æviloka til þess að þurfa aldrei framar að fara í verslunarmiðstöðvar.
Hann beið og ég reyndi að kreista fram bros, en það tókst ekki. Mér leið bara illa. Ég gat ekki gert þetta einu sinni enn.
Auðvitað las hann hug minn. Hann vissi alltaf hvað ég var að hugsa. Góða skapið hvarf á augabragði og brosið varð að
grettu. Hann reiddi upp höndina til að slá mig, eins og hann hafði margoft gert áður, en en af einhverjum ástæðum hætti
hann við það.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is