Flýtilyklar
Melinda Di Lorenzo
Saklaus
Lýsing
Mike Ferguson krosslagði fæturna til skiptis.
Enda þótt glæsilega hótelherbergið væri hlaðið hormónaþrunginni spennu var þessi hreyfing eina vísbendingin um að
hún hefði áhrif á hann. Að minnsta kosti enn um sinn.
Ferguson tók öllu með jafnaðargeði. Ekkert mat hann meira í fari fólks en jafnaðargeð. Mönnunum tveimur fyrir framan hann veitti svo sannarlega ekki af slíku.
Annar hélt krumlunum um hálsinn á hinum og var á nálum.
Jafnvel á ystu nöf. Hann ætti að vera rólegur og öruggur með sig. Þannig urðu menn færir í þessu starfi. Þess í stað notaði
hann þótta og beitti þvingunum til að hafa sitt fram.
Maðurinn á hnjánum var ekki hótinu skárri. Mannleysa, sem hrein. Hann hefði að minnsta kosti hrinið ef hann hefði komið
upp einhverju meiru en lágværum stunum. Ef hann hefði verið harðari af sér hefði honum verið sleppt fyrir löngu og í stað ofbeldis hefði átt sér stað samtal á sanngjörnum nótum.
Ferguson andvarpaði.
Mennirnir tveir voru báðir veiklyndir í hans augum. Hann skammaðist sín fyrir að vinna með þeim.
Ferguson var svo hjartanlega sama um þá að hann mundi ekki einu sinni hvað þeir hétu. Því miður þurfti hann á þeim að halda við þetta verkefni. Þeir voru nefnilega einu mennirnir sem vissu jafn mikið og Mike um starfsemi hans. Þeir vissu að í eitt skipti á tuttugu árum hafði hann misst stjórn á sér við það að reyna að vernda allt það sem hann hafði lagt svo hart að sér við að eignast.
–Þú þykist hafa fundið Mike Ferguson, hvæsti annar maður
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.