Flýtilyklar
Brauðmolar
Michelle Celmer
-
Vegurinn heim
Nei, hún var ekki hans.
Undir sársaukanum kraumaði reiðin sem var við það að
vella upp úr og flæða út um allt eins og heitt hraun.
Hann sagði það eina sem hann gat sagt til að hún skildi nákvæmlega
hvar hún stóð.
–Þú skalt kalla mig fulltrúa, fröken Cavanaugh.
Var það þá svona sem þetta átti að vera?
Caitlyn Cavanaugh var í rauninni ekki hissa. Hún hafði auðvitað
vonast til þess að Nate hefði fyrirgefði henni eftir öll
þessi ár, eða í það minnsta hætt að hata.
Greinilega ekki. Og það var alls ekki líkt þeim Nate sem
hún þekkti einu sinni. Sá var afslappaður, rólegur og vildi
engin átök. Hún gat talið á fingrum annarar handar hversu oft
þau höfðu rifist á þeim tveimur árum sem þau voru saman.
Þegar hún hugsaði út í það þá hafði hún í rauninni aldrei séð
hann reiðan.
Fyrr en núna.
Það var ólga undir kuldalegu yfirborðinu og þó að hún
myndi aldrei viðurkenna það þá var sárt að sjá það eftir öll
þessi ár. Virkilega sárt. En hún neitaði að vera stimpluð sem
vondi kallinn í þessu þegar hann hafði sjálfur gerst sekur um
svik. Það má vera að hún hafi farið úr bænum og hún neitaði
ekki að það var hálf aumingjalegt að senda afsökunarbeiðni í
pósti en hann virtist vera búinn að gleyma að hann kvæntist
bestu vinkonu hennar aðeins þremur mánuðum eftir að hún
fór.
Hún skyldi aldrei láta hann vita hversu sárt það hafði verið.
–Afsakaðu þetta, fulltrúi, sagði hún og setti upp kurteislegt
og svolítið áhugalaust bros... sem hann endurgalt ekki.
Reyndar hafði hún ekki búist við því. Bros hans hafði alltaf
verið fallegt, svolítið skakkt og hafðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Paradís
Reily Eckardt sat í aftursæti lögreglubílsins, sveitt í lófunum og titrandi af hræðslu. Hendur hennar skulfu og hún var mjög miður sín. Eftir að hún lagði af stað frá Montana fyrir þremur dögum hafði allt gengið á afturfótunum, en þetta var verra en allt annað. Hún var allslaus á ókunnugum stað einhvers staðar í Colorado. Fljótlega eftir að hún lagði af stað hafði lögreglan stöðvað hana fyrir of hraðan akstur við fylkismörk Wyoming.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.