Michelle Major

Ástin sigrar allt
Ástin sigrar allt

Ástin sigrar allt

Published Apríl 2015
Vörunúmer 351
Höfundur Michelle Major
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Gatan var mannlaus í morgunsárið. Geislar sólarinnar dönsuðu yfir
húsþökum múrsteinsbygginganna og Lexi Preston sem húkti í tröppunum fyrir utan dökklita byggingu. Hún hélt lófunum að vöngum
sér og fylgdist með vindhviðu þeyta haustlaufunum til. Andrúmsloftið var í svalara lagi en það var bara notalegt eftir að þurft að
dúsa í bílnum samfellt í einn og hálfan sólarhring.
Það var að verða hálft ár frá því hún kom í fyrsta skipti til Brevia
í Norður Karólínufylki. Hún gerði sér ekki miklar væntingar um
við tökurnar nú fremur en þá en var of örvæntingarfull til að hafa
áhyggjur af því. Hún lygndi aftur augunum... bara eitt lítið andartak,
sagði hún við sjálfa sig... en hlaut síðan að hafa sofnað. Sólin var
komin hátt á loft þegar hún hrökk upp við það að einhver ýtti við
fætinum á henni. Hún klöngraðist á fætur, skömmustuleg yfir að
hafa sofnað á verðinum.
−Hvað í fjandanum ert þú að vilja hingað? Hvell rödd Júlíu
Callahan skar í gegnum þögnina.
Lexi hörfaði ósjálfrátt. Hún var vissulega örvæntingarfull en Júlía
hafði fulla ástæðu til að hatast við hana. –Ég þarf á aðstoð þinni að
halda, tókst henni samt sem áður að stynja upp. −Ég get ekki leitað
til nokkurs annars.
Fagurlega snyrtar augnabrúnir Júlíu lyftust. Lexi vildi óska að
hún hefði sömu hæfileika til að tjá sig án orða. Hún fann hreint og
beint hvernig reiðina geislaði frá hinni konunni. En hnyklaðar brúnir
og herptar varir Júlíu drógu þó ekki úr fegurð hennar. Þetta var
grannvaxin kona, ljóshærð og nokkrum þumlungum hærri en Lexi.
Suðræn fegurðardrottning í orðsins fyllstu merkingu en Lexi vissi að
meira var spunnið í hana en fegurðin eins og sér. Það vissi hún eftir

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is