Flýtilyklar
Michelle Major
Hinn eini sanni
Lýsing
Hann snerti handlegginn á henni en hún hristi hann af sér.
–Lainey, bíddu...
Hún sneri sér aftur að honum og hristi fingurinn fyrir framan
hann.
–Eitt enn áður en þú sendir dýraeftirlitið á eftir mér. Ég á þennan hund bara eiginlega.Hún hefur þvælst í kringum húsið mitt í
nokkrar vikur. Ég hengdi upp mynd af henni í hverfinu en flækingshundar eru mjög algengir í Nýju-Mexíkó.
Hún hélt áfram að veifa fingri og færði sig nær honum uns
hann var kominn með bakið að húsveggnum. –Hún faldi sig aftur í
jeppanum hjá mér... gaf ekki frá sér hljóð fyrr en ég var komin að
Oklahoma. Of seint til að snúa við.
Á meðan hún hikaði til að draga andann, beit hún í neðri vörina. Ethan fann hjartað sleppa úr slagi.
Rödd hennar mýktist og hún leit á hundinn. –Trúðu mér, Ethan,
ég veit vel að ég get ekki einu sinni verið góð hundamamma.
Hann skildi ekki sorgina sem kom í augu hennar. Eflaust tengdist það ekkert Pítu, sem horfði á hana með aðdáun sem enginn gat
sýnt nema hundar og táningsstrákar. –Ég sagði ekki...
Hún bandaði hendinni. –Ég hef keyrt stanslaust í tvo daga. Ég
ætla á sjúkrahúsið og tek hundinn með mér. Ef þér finnst ég vera
svo slæm, finndu þá gott heimili fyrir tíkina. En núna á hún engan
að nema mig.
Hún starði á hann með blöndu af ögrun og tortryggni, eins og
hún byggist við að hann véfengdi rétt hennar til að gæta hundsins.
Vindurinn gerði vart við sig og hún strauk burt lokk sem slapp
undan derhúfunni. Meira að segja andlit hennar hafði breyst.
Mjúkt og kringluleitt barnsandlitið hafði vikið fyrir háum, áberandi kinnbeinum og hvössum kjálka. Breytingin gerði hana fallega
en hún var alls ekki stelpan sem hann hafði eitt sinn þekkt. Augun
voru eins. Grænn litur sem breyttist í óveðursgrænan þegar hún