Flýtilyklar
Michelle Major
Sáttmálinn
Lýsing
–Skál fyrir minningu Daniels. Finn Samuelson og Parker Johnson klingdu bjórflöskum. Síðan leit Finn eftirvæntingarfullur á Nick Dunlap. Nick hristi höfuðið. Í þögninni heyrðist snarkið í eldstæðinu í garðinum hans. Tíu ár voru liðin síðan Finn hafði hitt þessa tvo bestu vini sína úr miðskólanum í heimabæ þeirra. Í áratug hafði hann ekki stigið fæti í bæinn Starlight í Washingtonríki. Honum fannst slæmt að það skyldi hafa þurft andlát skólabróður þeirra til þess að hann sneri aftur heim. Það bættist við langan lista yfir það sem hann hafði séð eftir um dagana. –Svona nú, Nick, sagði Parker. –Daniel er dáinn og enginn á það skilið, þrátt fyrir það sem kom í ljós. Þú getur heiðrað minningu hans án þess að bregðast Brynn. Finn sá að Nick tók svo fast um bjórflöskuna að hnúarnir hvítnuðu, en að lokum lyfti hann flöskunni. –Skiptir engu, tautaði hann. –Ég veit of mikið til að geta trúað því að Daniel Hale hafi á nokkurn hátt verið heiðvirður maður. –Ertu búinn að tala við Brynn? spurði Finn. –Ég bankaði náttúrulega upp á um miðja nótt til að færa henni þær fréttir að maðurinn hennar hefði misst stjórn á bílnum sínum við Djöflahöfn og gert hana að ekkju og einstæðri móður, sagði Nick og hristi höfuðið. –Það var eiginlega allt og sumt. Finn hafði margoft ekið eftir hlykkjótta veginum yfir
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók