Flýtilyklar
Nancy Robards Thompson
Hefðardaman
Lýsing
Lafði Chelsea Ashford Alden horfði varkár um öxl þegar hún gekk að dyrum litla, gráa steinhússins.
Húsið var dimmt og ógnvekjandi, kalt og fráhrindandi. Það var eins og það vildi ekki verða vinur hennar. Það var í hrópandi mótsögn við hina líflegu Juliette Lowell, sem verið hafði herbergisfélagi hennar í háskólanum. Erfitt var að ímynda sér að Juliette ætti heima þarna. En í myrkrinu sá Chelsea þó númerið á húsinu og það var hið sama og vinkona hennar hafði látið hana fá.
Mjó ræman á tunglinu á svörtum Texashimninum var ekki vinkona hennar heldur. Hún dugði ekki einu sinni til að lýsa
upp pallinn. En kannski var myrkrið helsti bandamaður hennar.
Það veitti henni skjól og faldi hana fyrir ófreskjunni sem hafði rekið hana á flótta alla leið til Juliette.
Líf dóttur jarlsins af Downing bauð hvorki upp á frjálsræði né fyrirgefningu. Stundum fannst henni sem fólk horfði bara á og biði eftir falli hennar. Þegar hún féll ekki leituðu menn að tækifærum til að gera henni lífið leitt eða bregða fyrir hana fæti.
Þess vegna var hún komin til Texas.
Hún var orðin þreytt á sviðsljósinu, sýndarmennskunni og uppgerðinni, fólki sem notfærði sér hana og bresku slúðurmiðlunum sem eltu hana hvert fótmál. Ljósmyndararnir gátu staðfest það sem þeim sýndist. Þeir skálduðu sögur eða borguðu
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók