Flýtilyklar
Nancy Robards Thompson
Huldusteinn
Lýsing
Maí 2017.
–Ég veit að ég hefði átt að hringja á undan mér, sagði Lucy Campbell þegar Zane Phillips opnaði útidyrnar hjá sér. –En
ég kem færandi hendi.
Zane stóð í dyrunum, hávaxinn og herðabreiður, og fyllti næstum upp í gættina. Hann var úrillur að sjá og virti gjafir
hennar þögull fyrir sér.
–Ég kom með nokkrar John Hughes-bíómyndir, sagði hún og rétti honum hvern mynddiskinn á fætur öðrum um leið og hún las titlana. Hann hleypti brúnum og tók svo upp þann efsta.
–Þetta er vandamál, sagði hann og horfði á hulstrið eins og hann vissi ekki hvað hann ætti að gera við það. –Ég er
ekki í skapi fyrir þetta.
–Þess vegna kom ég með svona margar myndir. Ef þú ert ekki í skapi fyrir þessa mynd horfum við bara á einhverja
aðra.
Hann hristi höfuðið. –Nei, Lucy, þú skilur ekki. Ég er ekki í skapi til að tala við fólk. Punktur. Mig langar ekki í
félagsskap í kvöld.
–Ég skil þig betur en þú heldur. Þess vegna kom ég með myndirnar
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók