Flýtilyklar
Nancy Robards Thompson
Knapinn
Lýsing
–Þetta er stórslys, vældi hin verðandi brúður. –Ég skil ekki hvernig þú getur verið svona róleg, Juliette. Þetta er allt þér
að kenna.
Juliette Lowell beit á jaxlinn og stóðst þá freistingu að útskýra fyrir Taböthu Jones, brúði dagsins, að kreppa hennar
væri ósköp lítilvæg í samanburði við þær hremmingar sem fátækt fólk um allan heim horfðist í augu við á hverjum
degi. Vissulega voru það vonbrigði að handmáluðu, ljósfjólubláu skórnir voru ofurlítið ljósari á litinn en kjólar
brúðarmeyjanna. En ekki var um stórslys að ræða eins og brúðurin hélt fram.
–Þú verður að kippa þessu í liðinn.
Rödd Taböthu hækkaði um þrjár áttundir. Tár lak niður á kinnbeinið og skildi eftir sig rönd í andlitsfarðanum.
–Þetta er algerlega óviðunandi. Brúðkaupið er eftir mánuð og ég þarf að fá vissu mína fyrir því að þú lagir þetta.
Andardráttur Taböthu var grunnur og stuttur. Hún stóð á miðju gólfinu í brúðkaupshlöðu Campbells, þar sem athöfnin og veislan áttu að fara fram, og hvessti augun á Juliette.
Hún færi ábyggilega að ofanda innan tíðar.
–Dragðu andann djúpt, Tabatha, sagði Juliette. Um leið og hún sleppti orðinu iðraðist hún þess að hafa sagt þetta.
–Ekki segja mér hvernig ég á að anda, hvæsti Tabatha.
–Lagaðu þetta bara.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók