Flýtilyklar
Brauðmolar
Natalie Charles
-
Fingraför
Tíu mánuðum eftir að Lena Perez hvarf fannst
konulík á bökkum árinnar Charles. Síminn vakti
Gray Bartlett aðstoðaryfirlögregluþjón klukkustund áður en vekjaraklukkan hans átti að hringja.
–Ég vil ekki fullyrða of mikið strax, en þetta
er líkt handbragði Valentínusar, sagði aðstoðarvarðstjórinn. Gray þurfti ekki að vita meira.
Valentínus var hans mál, hans morðingi. Enn
eitt líkið sem sá maður hafði á samviskunni.
Hann brölti fram úr, neri á sér andlitið og
staulaðist fram í eldhús. Íbúðin var fábrotin og
alls ekki heimilisleg. Hann nam staðar á eldhúsgólfinu, klæddur nærbuxum einum fata, hellti í
sig kaffi frá deginum áður og virti fyrir sér tómlegar vistarverurnar. Svo fleygði hann drykkjarkönnunni í vaskinn.
Fyrstu tveir sólarhringarnir skiptu mestu máli.
Eftir það minnkuðu líkurnar á því að hægt væri
að upplýsa glæpinn. Hve mörgum klukkustundum skyldi Gray vera á eftir morðingjanum?
Hafði glæpurinn verið framinn fyrir tveimur
dögum eða fimm tímum? Hann fór í steyðibað,
rakaði sig og var kominn út tíu mínútum seinna.
Hann hafði verið enn fljótari að komast í gang
þegar hann var í hernum.
Umferðin inn í Boston var lítil. Háskóla stúd entar voru í sumarfríi og borgin virtist hálftóm. Hann
lagði bílnum hjá lögreglubifreiðum sem stóðu uppi
á hæð þaðan sem sást yfir ána. Þar var nokkur
fjöldi manna saman kominn til að fylgjast með því
sem um var að vera. Lög reglan hafði strengt gulan
borða fyrir tröppurnar niður á árbakkVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Fullkomin glæpur
Hún hélt áfram inn ganginn og dró andann
djúpt þegar hún sá að dyrnar hjá Jack stóðu opnar.
Sally kom alltaf undirbúin og svo var einnig í þetta
sinn. Hún var með áætlun. Hún ætlaði að þykjast
hlusta á áhyggjur hans, en standa fast á sínu og
hafna því að fá aðstoðarmann, sama hvað Jack
segði. Því hafði hún samið áhrifaríka ræðu í gærkvöldi, sem lyki þegar hún horfði út um gluggann,
sneri sér til að morgunsólin lýsti upp andlit hennar
og tilkynnti með raddblæ sem gaf til kynna innri
baráttu og jafnframt játningu. „Málið er, Jack, að
ég vinn bara ekki sérlega vel með öðrum.“
Til vara hafði hún komið með kaffi handa honum. Aftur andaði hún djúpt að sér. Þetta myndi
virka.
Hún barði létt að dyrum áður en hún fór inn.
–Fyrirgefðu hvað ég kem seint, sagði hún glaðlega. –Vildirðu finna mig?
En lengra komst hún ekki. Hjá Jack var gestur.
Nú var þýðingarlaust að varpa sökinni á skóna eða
finna bestu birtuna í glugganum og koma með tilþrifamiklar játningar sem hún hafði lagt á minnið.
Hún fékk gæsahúð. Skyndilega var henni sama
þótt Jack Reynolds rifi hana í sig opinberlega og
kallaði hana lélegan lögmann. Henni var sama þótt
fínu, dýru skórnir spryngju í loft upp. Það eina sem
komst að var maðurinn sem var að tala við Jack.
Maðurinn sem hún hafði einu sinni lifað fyrir að
hata.
Ben McNamara. Sjálfur skrattinn.
–Halló, Sally. Jack brosti og bVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Sjö dagar til stefnu
–Já. Hún virðist hafa verið færð í hana eftir að hún lést og hárið er kolla. Stúlkan var ljóshærð.
–Alríkislögreglan hefði samt ekki áhuga á þessu máli. Ekki að svo stöddu, að minnsta kosti.
–Ég hafði hana ekki í huga, heldur þig. Dom renndi tveimur plastpokum með sönnunargögnum eftir borðinu.
–Við fundum þetta bréf hjá líkinu. Skíthællinn lofar sex táknum á sex dögum. Þann sjöunda muni hann myrða aftur. Svo var hann svo elskulegur að skilja eftir tákn númer eitt. Mynd af stúlkunni þinni.Hjartað í Nick stöðvaðist andartak þegar hann sá myndina af hinni svarthærðu Libby Andrews. Hún var að koma út úr dómhúsinu, klædd blárri dragt. Hún horfði í auga myndavélarinnar gegnum gleraugu með dökkri umgjörð. Myndin var dæmigerð fyrir Libby. Stúlkan, sem sumir í Arbor Falls kölluðu „ísprinsessuna“, var kynþokkafull í dragtinni sinni.
–Hún er ekki stúlkan mín, muldraði hann.
–Myndin virðist hafa verið rifin úr blaði, bætti hann við.
–Já. Hún er úr Journalþriðjudaginn tíunda apríl,
blaðsíðu eitt. Myndin er tekin við Brislin-réttarhöldin. Þú manst eftir öldungadeildarþingmanninum sem var sakfelldur fyrir spillingu. Libby sótti hann til saka.Nick vissi allt um málið. Þó að hann byggi í Pittsburgh hélt hann tengslum við Arbor Falls og komst ekki hjá því að frétta af réttarhöldunum. Brislin var talinn eiga bjarta framtíð í stjórnmálum þar til Libby brá fyrir hann fæti. Hann ýtti plastpokunum aftur til Doms.
–Ég veit ekki hvað þú vilt að ég geri. Þetta er þitt mál. Leystu það.
Dom hrukkaði ennið.
–Sex dagar, Nick. Við höfum ekki mikinn tíma.
–Hvað viltu að ég geri í því? Það er fimm tíma akstur heim til mín. Ég hef öðrum hnöppum að hneppa. Veit Libby af þessu?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.