Flýtilyklar
Nicole Severn
Brotlending
Lýsing
Hún var svo sannarlega falleg kona og framúrskarandi rannsakandi, og greinilega á leið til New York alveg eins og Vincent.
–Besti lögregluþjónninn í Ancorage, hvorki meira né minna, sagði hann.
–Hvern andskotann ert þú að gera hér?
spurði hún og lagði lítinn bakpoka á gólfið við fætur sér.
Hún krosslagði hendur og horfði út um gluggann. Óánægjan í málrómi hennar varð ekki misskilin.
–Er nú Blackhawk farið að elta mig?
–Þarf þess?
Blackhawk sá skjólstæðingum sínum fyrir fyrsta flokks búnaði til öryggisgæslu, þar á meðal myndavélum, hitaskynjurum, hreyfiskynjurum og fleiru. Allt sem skjólstæðingurinn þurfti á að halda lögðu Sullivian Bishop og starfslið hans til. Vincent var aðallega í tæknideildinni en myndi ekki hika við að takast á við hvaða mál sem væri ef
Shea væri viðloðandi það.
Hún lét ekki mikið á styrkleikum sínum bera og það hafði Vincent þótt spennandi í fari hennar þegar þau höfðu unnið saman að rannsóknum undanfarið og vakið forvitni hans um hana. Aftur á móti hafði hún með semingi látið sig hafa að vinna með
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók