Flýtilyklar
Nicole Severn
Eldlínan
Lýsing
Eiginmaður þinn er á lífi, Kate.
Kate Monroe, sem starfaði sem sálgreinandi hjá öryggisþjónustunni Blackhawk, starði á spegilmynd sína í brotnum myndaramma sem lá á gólfinu. Var virkilega heilt ár liðið? Hún hafði ekki stigið fæti inn í þetta hús eftir árásina. Hún
var of óttaslegin til þess að draga byssukúlurnar úr veggjunum og of tilfinningasöm til þess að setja það á söluskrá. Allt hafði breyst þessa einu kvöldstund fyrir ári.
Hún hélt fast um stórt brúnt umslag. Hún gat engan veginn leitt sannleikann hjá sér. Declan hafði sem sagt ekki látist, eins og henni hafði verið tjáð þegar hún sjálf var að jafna sig af skotsárum sínum á spítalanum. Hann hafði lifað
af. Hann hafði horfið. Hann hafði skilið hana eftir eina.
Það brakaði og brast í glerbrotum undir sólunum á skóm hennar og þá náði hún áttum á ný og nú sá hún myndina aftur í réttu ljósi. Þarna voru hún og Declan að dansa saman í brúðkaupsveislunni, umkringd skælbrosandi veislugestum.
Hún leit undan og steig yfir rammann. Leynilögreglumaður hjá Blackhawk hafði fundið fullnægjandi sönnun, ljósmynd af Declan sem dagsett var fyrir einum mánuði og tekin var í miðbæ Anchorage. Hann hafði fært henni þessa mynd í
umslaginu og hún hafði starað á hana fjúkandi ekkert að segja. Myndin var ósvikin. Declan var á lífi og hún átti skilið að fá að vita hvers vegna hann hafði ekki komið heim til sín.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók