Nicole Severn

Háskalegt leyndarmál
Háskalegt leyndarmál

Háskalegt leyndarmál

Published Febrúar 2021
Vörunúmer 84
Höfundur Nicole Severn
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Beretta­skammbyssan í axlarslíðrinu minnti hann á til hvers hann var þangað kominn og forðaði honum frá því að horfa á baugana undir grænu augunum. Hann hefði ekki átt að koma. Þau áttu of mikið sameiginlegt úr fortíðinni. Það yrði of auðvelt að láta heillast af henni í annað sinn.
–Hefurðu ekki her manns til að hjálpa þér við rannsóknirnar? bætti hann við.
Daufur bjarminn frá vasaluktinni hennar færðist yfir harðviðargólfið á yfirgefna húsinu.
Hún hafði látið hann fá heimilisfangið í gegnum símann og sagt að að enginn mætti veita honum eftirför af því að hún ætti ekki að vera þarna. Samkvæmt því sem tengiliður hans sagði hafði herlögreglan falið henni að rannsaka þjófnað á vopnasendingu frá ElmendorfRichardson­herstöðinni. Hvað var hún þá að gera þarna? Hún hafði sagt yfirmanninum að
hún væri í herstöðinni en í rauninni átti hún á  hættu að verða ákærð fyrir innbrot í miðborginni.
–Ég er ekki hér vegna opinberrar rannsóknar, sagði hún, leit út um gluggann og tók fastar um vasaljósið.
Var hún taugaóstyrk? Það var ekki líkt henni. Að minnsta kosti ekki þeirri Glennon sem hann hafði þekkt á sínum tíma. 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is