Nicole Severn

Lífsvilji
Lífsvilji

Lífsvilji

Published Janúar 2023
Vörunúmer 107
Höfundur Nicole Severn
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hún átti að vera örugg og vernduð hérna og hann gæti aldrei fyrirgefið sjálfum sér ef eitthvað hafði komið fyrir hana. Finn steig á eitthvað og leit niður. Þetta var síminn sem hann hafði látið hana hafa eftir að hann gerðist tengiliður hennar. Ætli hún hafi misst hann úr höndunum á mitt stofugólfið við að reyna að flýja árásarmann? Hann heyrði umgang sem dró hann inn á svefnherbergisganginn. Hann athugaði baðherbergið og aukaherbergið á leið sinni inn ganginn að svefnherbergi Camille. Hún hlaut að vera þar. Finn sá dökka bletti fyrir framan lokaðar dyrnar að svefnherberginu og fékk kuldahroll. Svo teygði hann sig niður til að athuga hvort þetta væru blóðdropar en fékk sting í magann. Þetta voru ekki blóðdropar heldur dökkrauð rósablöð eins og höfðu verið á glæpavettvangi allra hinna fórnarlambanna þegar Kutinn hafði lokið sér af. –Camille! Hann sparkaði hurðinni upp, rauk inn í herbergið og rétt náði að koma auga á grímuklæddan mann áður en

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is