Flýtilyklar
Nicole Helm
Baráttukjarkur
Lýsing
Rachel Knight hafði mátt þola martraðir um atburðinn þegar hún missti sjónina að miklu leyti alveg frá því að hún var hrædd og illa leikin þriggja ára gömul telpa. Draumurinn var ævinlega sá sami. Fjallaljón. Skelfing. Og sársaukinn þegar árásin var gerð. Hún vissi að þetta hafði gerst. Hvað annað hefði getað ráðist á hana með þessum hætti? Allir voru sannfærðir um þannig væri málið vaxið. Hún hafði einhvern veginn lallað út í haga og lent í klónum á óargadýri. En í draumunum heyrði hún alltaf rödd. Það var ekki faðir hennar og heldur ekki móðir hennar sáluga. Það var enginn sem hefði átt að vera þarna þetta kvöld. Þetta var ókunn rödd. Rachel greip andann á lofti um leið og hún opnaði augun. Hjartað sló ört og sængurfötin voru blaut af svita. Þetta var draumur. Ekkert annað. Hún botnaði hins vegar ekkert í því að draumurinn skyldi enn sækja á hana tuttugu árum eftir árásina. Sennilega var ástæðan öll hættan sem fjölskylda hennar hafði staðið frammi fyrir upp á síðkastið. Þó að henni þætti afar vænt um Wyatt-fólkið sem bjó á næsta bæ, jafnt hina traustu Pauline ömmu sem barnabörnin hennar sex sem öll voru löggæslumenn, ollu tengsl þeirra við hættulegan vélhjólahóp því að vandræðin virtust elta þau hvert sem þau fóru. Í ár höfðu fóstursystur hennar líka komist í hann krappan. Þær höfðu lent í háska ásamt Wyatt-bræðrunum og síðan orðið ástfangnar, þvert á allar spár
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók