Nicole Helm

Örlaganótt
Örlaganótt

Örlaganótt

Published Júlí 2020
Vörunúmer 375
Höfundur Nicole Helm
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Í augum Dylans Delaney var það sem við honum blasti hreinn og klár hryllingur. Carsonar og Delaney-fólk var ekki bara að blanda geði í garðinum heldur skemmta sér saman og halda hátíð.
Fólkið var að halda upp á giftingu systur hans, sem var heiðvirð, löghlýðin og góðhjörtuð kona og starfaði sem lögreglufulltrúi. Brúðguminn var einskis nýtur lygalaupur og svindlari af Carson-ætt sem rak knæpu.
Eina ástæðan fyrir því að Dylan þagði var hamingja systur hans þar sem hún dansaði við eiginmann sinn. Nei, ástæðurnar voru reyndar tvær. Hin var vel búinn bar í hlöðu Carson-fólksins, sem hafði verið breytt í veislusal fyrir Laurel og Grady.
Dylan hafði alist upp við að hata Carsonana og allt sem þeir sögðu og gerðu. Delaney-fólkið var ekki þjófótt lygahyski eins og þeir. Delaney-fólkið hafði verið meðal máttarstólpa bæjarins frá því að hann var stofnaður á nítjándu öld.
Systkini Dylans höfðu alltaf verið lin. Kjarnakonan Jen hafði að vísu tekið afstöðu með honum en Cam og Laurel voru sífellt að linast. Nú voru þau meira að segja farin að umgangast Carsona.
Og í þokkabót áttu þau í ástarsambandi við fólk af því kyni.
Dylan var hreykinn af staðfestu sinni. Hann hafði staðið sig betur en helftin af systkinunum. Cam og Laurel höfðu með glöðu geði sagt skilið við ættardeilurnar en Dylan reyndi sitt besta til þess að halda þeim við.
Systir hans hafði rétt í þessu gifst manni úr Carson-fjölskyldunni. Hún var í sjöunda himni. Dylan kaus að láta sem hann sæi ekkki hamingju hennar.
–Hefurðu áhyggjur af dýrmætu ættinni þinni, Delaney?
Dylan hnussaði. Það gerði hann sjaldan. Yfirleitt kom hann fram við Vanessu Carson af yfirvegun, áhugaleysi 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is